Húnavaka - 01.05.1985, Side 77
HUNAVAKA
75
hafa snemma séð á honum frœndagiftu. “ (22). Hamingja var sem sagt
talin ganga í ættir, og á sömu lund gat ógæfa erfzt frá einum ættlið til
annars. Eftir dráp Ingimundar segir Ljót við son sinn: „Eigi sé ég þar á
milli, hvort drjúgara verður, vitsmunir Þorsteins og gifta eða brögð
mín.“ Og eftir að Ingimundarsynir hafa ráðið niðurlögum Hrolleifs,
segir kella: „og eruð þér Ingimundarsynir giftumenn miklir.“ En
„Þorsteinn kvað þess von, að hamingja skipti með þeim.“ I fornritum
er hamingfa (gæfa, gifta, heill, farsæld o.s.frv.) býsna flókið og margrætt
hugtak, enda virðast koma fram í því þættir af ævafornum norrænum
rótum, sem blandast við lærðar kennisetningar sunnan úr álfu.
Undir sögulok segir um Þorkel kröflu að hann hafi verið „mikill
giftumaður,“ og svipað verður sagt um þá Ingimund og Þorstein.
Þetta minnir á atvik þegar Ingimundur sér ljós þessa heims í fyrsta
sinn og faðir hans afræður hvað eigi að kalla piltinn: „Þessi sveinn skal
heita Ingimundur eftir móðurföður sínum, og vænti ég honum ham-
ingju sakir nafns.“ (17). Sú hugmynd að gæfa fylgi nafni er ævaforn og
mun að öllum líkindum enn véra við lýði, enda vöruðust menn að láta
heita í höfuð á þeim sem voru skammlífir eða ófarsælir. Þegar drepið
er á nafnaval og nafngiftir í fornum ritum, rifjpst alltaf upp fyrir mér
orð Þorvalds í Hruna, þegar einhver spurði hann hvort hann ætlaði
ekki að láta son sinn heita eftir Kolbeini Tumasyni, sem þá var
nýlátinn: „Eigi mun minn sonur verða jafnvel menntur sem Kolbeinn.
En þó hafa það vitrir menn mælt, að menn skyldu eigi kalla sonu sína
eftir þeim mönnum, er skjótt verða af heimi kallaðir. Mun ég son minn
láta heita Gizur, því að lítt hafa þeir aukvisar verið í Haukdalaætt, er
svo hafa heitið hér til.“ (Islendinga saga, 1946: 250). Hitt hefur tíðkazt
frá ómunatíð að drengur er látinn heita eftir afa sínum eða öðrum
ættingja, enda brást Ólafur helgi illur við, þegar Sighvatur skáld hafði
látið skíra nýfæddan frilluson konungs Magnús: „Ekki er það vort
ættnafn.“
1.4. Ef hamingja gengur í ættir, þá gegnir svipuðu máli um þann
sið að velja sonum nöfn eftir hennar þokka. Þegar Ingimundur lítur
frumburð sinn augum nýfæddan, þá verður honum að orði: „Sá
sveinn hefur hyggilegt augnabragð, og skal eigi seilast til nafns; hann
skal heita Þorsteinn, og mun ég þess vilnast, að hamingja muni
fylgja“