Húnavaka - 01.05.1985, Page 78
76
HÚNAVAKA
Ingimundur bregzt öðruvísi við næsta dreng: „Son áttu þau annan;
sjá var og borinn að föður sinum, og skyldi hann ráða fyrir nafni.
Hann leit á og mælti: „Þessi sveinn er allmikilfenglegur og hefur
hvassar sjónir. Hann mun verða, ef hann lifir, og eigi margra maki og
eigi mikill skapdeildarmaður, en tryggur vinum og frændum og mun
vera mikill kappi, ef ég sé nokkuð til; mun eigi nauður að minnast
Jökuls frænda vors, sem faðir minn bað mig, og skal hann heita
Jökull.“
Hér koma fram skarpar andstæður með þeim bræðrum í spádómi
Ingimundar, og sá mikli munur sem virðist þegar við fæðingu verður
enn skýrari við nafngiftir. Þorsteinn heitir eftir gæfumanninum
föðurföður sínum, sem auðnast að ráða niðurlögum stigamanns þegar
enginn annar treysti sér til. Þorsteinn eldri eignast jarlsdóttur af
Gautlandi og kemst til mikillar virðingar. Eins og afi hans og nafni
kemst Þorsteinn að Hofi til mikils þroska, hegnir þjófum og öðrum
illmennum, verndar byggðarlag fyrir óþjóðalýð. En Þorsteinn yngri
hefur meiri höfðingsbrag en nafni hans: það erfir hann frá föður sínum
og móðurföður.
Jökull heitir hins vegar eftir jarlssyni sem leggst út og rænir saklaust
fólk: „eftir hætti ríkra manna sona aflaði ég mér fjár,“ segir hann
sjálfur við banamann sinn. Hann spáir niðjum Þorsteins: „Verða má,
að hörmungarvíg liggi i kyni yðru, og munu menn missa saklausra
frænda sinna.“ Síðar hrín þetta á þeim Jökli Bárðarsyni, sem Ólafur
helgi lét til höggs leiða (sbr. Grettlu og Ólafs sögu) og Gretti
Ásmundarsyni; fáir menn í fornsögum okkar hafa öllu saklausari
vegnir verið en Illugi bróðir Grettis. Hinzta játning Jökuls stigamanns
hljóðar á þessa lund: „Ævin hefir ófögur verið, enda er nú goldið að
verðugu, og fer svo flestum ranglœtismönnum. “ Þessi klausa minnir nokkuð
á orð Haralds jarls í Orkneyinga sögu (1965: 206), þegar hann hvetur
Svein Ásleifsson að láta af hernaði: „En ójafnaðarmönnum fer svo flestum,
að þeir látast í hernaðinum, ef þeir taka sig eigi sjálfir frá.“
Andstæður milli þeirra Jökuls og Þorsteins að Hofi verða ekki ein-
ungis skýrðar með orðum þeirra og athöfnum; lýsingar á þeim ungum
benda afdráttarlaust í sömu áttir.
Þorsteinn Jökull
Sjá sveinn var snemma vænn Hann óx upp og gerðist af-
og gervilegur, stilltur vel, orð- reksmaður að vexti og afli.