Húnavaka - 01.05.1985, Page 79
HUNAVAKA
77
vís, langsær, vinfastur og hófs- Hann var fálátur, ómjúkur og
maður um alla hluti. ódæll, harðúðugur og hraustur
um allt.
. . . Þorsteinn var vitrastur
bræðra.
Víðar tíðkast það í fornum sögum að bræður séu mjög sundurleitir
að skapgerð og mannkostum. Má hér lauslega minna á þá Þórólfana
og Skallagrím / Egil í Eglu, Einar Þveræing og Guðmund ríka og þá
Hrólf Gautreksson og Ketil bróður hans. Öllu sambærilegri við and-
stæður Hofsbræðra eru þó þeir Bárður og Þorleikur Höskuldssynir í
Laxdælu:
Bárður Höskuldsson var og
skörulegur maður sýnum og
vel viti borinn og sterkur. Það
bragð hafði hann á sér, sem
hann myndi líkari verða föð-
urfrændum sínum. Bárður var
hægur maður í uppvexti sín-
um og vinsæll maður.
. . . (Bárður) var hinn bezti
drengur og hófsmaður um allt.
Þorleikur var mikill maður og
sterkur og hinn sýnilegasti, fá-
látur og óþýður. Þótti mönn-
um sá svipur á um hans skap-
lyndi, sem hann myndi verða
enginn jafnaðarmaður. Hösk-
uldur sagði það jafnan, að
hann myndi mjög líkjast í ætt
þeirra Strandamanna.
.. . Þorleikur var enginn
dældarmaður og hinn mesti
garpur.
Eins og rakið verður síðar, þá virðist höfundur Vatnsdælu hafa
notað Ólaf pá að fyrirmynd, en þó hagar svo til, að í Laxdælu er engin
heildarlýsing á honum á einum stað, heldur er drögum að mannlýs-
ingu strjálað um söguna, auk þess sem við kynnumst honum af orðum
hans og gerðum. Höskuldur „þóttist eigi séð hafa vænna barn né
stórmannlegra,“ og síðar kemur í ljós að Ólafur „er afbragð annarra að
vænleik og kurteisi," „allra manna fríðastur,* „skörulegur,“ „atgervi-
maður,“ „gerðist höfðingi mikill,“ „manna vinsælastur“ „og sat í búi
sínu í miklum sóma.“ Og það er athygli vert að Höskuldur gefur Ólafi
gjafir „og þar með giftu sína og þeirra frænda; kvaðst eigi fyrir því
þetta mæla, að eigi vissi hann, að hún hafði þar staðar numið.“ Þegar
Vatnsdæla var færð í letur, hefur minningin um Hofverja hina fornu