Húnavaka - 01.05.1985, Síða 80
78
HÚNAVAKA
verið farin að mást af, og þvi var eðlilegt að sækja þangað efni í
mannlýsingar vatndælskra höfðingja sem nóg var um hógværð, hóf-
semi, stillingu, vizku, skörungsskap og sannsýni.
1.5. Af öllum þeim mannkostum sem prýða góðan dreng hefur
löngum þótt mest koma til þeirra sem kallaðir eru höfuðkostir í fornrit-
um okkar, en það eru: vizka, hófsemi, hreysti og réttlœti. Alger maður
hefur allar þessar fjórar dyggðir í jöfnum mæli, en þegar einhverja
vantar er ekki um heilsteyptan mann að ræða. Höfuðkostirnir fjórir
voru í hávegum hafðir með forn-Grikkjum og Rómverjum, og um það
bil hálfri öld fyrir Krists burð slæðast þeir inn í rit eftir grísk-mennt-
aðan Gyðing, sem átti heima í Alexandríu. Rit þetta heitir á íslenzku
Speki Salomós og er nú talið með apókrýfiskum bókum, þótt það eigi
raunar heima í ritningunni sjálfri. I þýðingu á þessari spöku bók
(Apókrýfar bækur Gamla-testamentisins, 1931: 262) hljóðarkafli (viii
7) á þessa lund:
Og ef einhver elskar réttvísi,
þá eru framkvæmdir hennar dyggðir,
því að hún kennir hófsemi og hyggni,
réttvísi og karlmennsku,
en ekkert er mönnum gagnlegra en þær í lífinu.
Hugmyndin um fjóra höfuðkosti barst einnig milliliðalaust frá
grískum spekingum til kristinna höfunda, sem uppi voru fám öldum
eftir að Speki Salomós var færð í letur, enda er hún enn við lýði í
vestrænni menningu. Til gamans má geta þess hér, að henni bregður
fyrir í kirkjudagsmálunum fornu: „Fjórir hornstafir merkja fjóra
höfuðkosti, það er vitra og réttlœti, styrkt og hófsemi.“ (Hómilíu-Bók,
1872: 101). Hér skal þess einnig minnzt að lærdómsmenn fyrri alda
skiptu eiginleikum manna í tvo hópa, sem á íslenzku kölluðust
náttúrugjafir og andlegar gjafir. Til náttúrugjafa töldust þær sem illir
menn geta haft ekki síður en góðir, „það er afl, vit og fríðleikur, “ en
andlegar gjafir eru þær, „er engir mega hafa nema góðir menn og eigi
eru sameiginlegar með vondum mönnum, það er styrkt við freistni
fjandans, þolinmœði við mótgerðarmenn sina, réttlœti um alla hluti,
hófstillingu við allt.“ Hér er þessum hugtökum beitt í þágu kristinna
kenninga, en í íslendinga sögum eru ýmsar mannlýsingar gerðar í