Húnavaka - 01.05.1985, Page 82
80
HÚNAVAKA
hann góður, réttlátur og hófsmaður um alla hluti. “ (Flateyjarbók II, 1945:
81). Setningin er einnig notuð í Knýtlinga sögu. Knútur konungur
segir við glæpamanninn Blóð-Egil, furðu illan morðingja: „Vil ég að
þú sért hófsmaður um alla hluti.“ (1982: 157). En rétt áður en Knútur
sjálfur er veginn, segir einn helzti forsprakkinn á móti honum og
raunar banamaður hans: „Viljum vér hafa þann konung, er hann sé
hófsmaður. . .“ (157). Fáum mun hafa dottið í hug að kalla Knút
hófsaman mann, enda fögnuðu bændur drápi hans hinn 10. júlí 1086.
í Stjórn (553) eru svofelld orð eignuð Davíð konungi þegar hann
leggur Salómon hinztu ráðin: „Ver þú, sonur minn, djarfur og harð-
hendur og þó hófsamur um alla hluti.“ I Konungsskuggsjá (1983: 119)
„Gjörst þú djarfur og harðhendur og þó hófsamur. “ En annars staðar
ræður faðir syni í þessu höfuðriti norskra fornbókmennta: „Ven þig að
vera jafngjarnan, réttlátan og hófsaman í öllum hlutum. “ Að lokum skal
þess minnzt að setningarnar „Öllum hlutum skyldi stilling fylgja“ og
„(Vertu) hófsmaður um alla hluti“ eru runnar af útlendum rótum,
þótt upptök þeirra verði ekki rakin hér.
Hófsemi höfðingja lýtur í fyrsta lagi að sjálfsaga: menn eru sér-
staklega varaðir við ofnautn og ofneyzlu, ef þeir ráða yfir öðrum. „Vel
skyldu þeir lostasemi stilla, er lögunum og heimsins taumalagi stýra.“
(Alexanders s., 7). „Það hæfir hverjum konungi vel að elska mun-
danga mjög þessa heims sæmdir og lostasemdir.“ (Barlaams og Jósa-
phats saga, 1981: 167). Hins vegar er það skylda höfðingja að sýna af
sér hófsemi í meðferð á þegnum sínum, eins og skáldi Hávamála er í
mun:
Ríki sitt
skyli ráðsnotra
hver í hófi hafa.
1.6. Einar Ól. Sveinsson fjallar næsta lauslega um áhrif Laxdælu á
Vatnsdælu (íslenzk fornrit VIII, bls. xlii), en áður hafði Walther
Heinrich Vogt rætt um þetta efni nokkru fyllra í útgáfu sinni á
Vatnsdælu (1921: xxx-xxxi). Þó er hér þörf gleggri samanburðar á
þessum sögum. Skal þess þá fyrst getið, að frásögnin af utanför Ingi-
mundar gamla (16. kap.) er auðsæilega sniðin eftir utanförum Ólafs
pá, einkum hinni síðari. (29. kap. Laxd.). Tilgangur beggja höfðingja
er hinn sami, og auk þess er orðalagið svipað á einstökum setningum.