Húnavaka - 01.05.1985, Page 83
HUNAVAKA
81
Vatnsdæla
Þá er Ingimundur hafði búið
nokkura hríð að Hofi, lýsir
hann utanferð sinni að sækja
sér húsavið. .. .
Það er erindi mitt mest að afla
mér húsaviðar.
er þér og heimil vor mörk sem þú
vilt höggva láta,
en ég mun láta til skips færa,
og skaltu engan hlut um
annast. . . .
Er voraði, var búið skip Ingi-
mundar með farmi þeim, er
hann kaus, og því viðarvali,
sem hann fékk bezt.
. . . Nú þyrftir þú að hafa svo
mikinn við, að þér nægði, en
það má eigi eitt skip bera.“
[Svo konungur gefur honum
skip].
Laxdæla
Það er sagt eitt vor, að Ólafur
lýsti því fyrir Þorgerði, að hann
ætlar utan. . . .
að hann vill afla sér húsaviðar.
vil ég þess beiða yður, herra, að
þér létið oss heimila mörk yðra
að höggva húsavið. . . .
Ósparað skal það, þótt þú
fermir skip þitt af þeim viði, er
vér munum gefa þér. . . .
Enga önn né starf skaltu hafa
fyrir um búnað þinn; skal ég
það annast. . . .
Haraldur konungur lætur
fram setja skip um vorið; það
var knör. Það skip var bæði
mikið og gott. Það skip lætur
konungur ferma með viði og
búa með öllum reiða. Og er
skipið er búið, lætur konungur
kalla á Ólaf og mælti: „Þetta
skip skaltu eignast Ólaf-
ur. .. .“
Eftir heimkomu Ingimundar er ekki minnzt aftur á viðinn, og
utanför hans dregur engan slóða eftir sér. í Laxdælu, sem er öllu
flóknari, er öðruvísi háttað frásögnum. Úr húsaviðnum reisir Ólafur
mikinn eldaskála í Hjarðarholti, og í þeim skála er haldið brúðkaup
þeirra Þuríðar dóttur Ólafs og Geirmundar gnýs frá Hörðalandi sem
komið hafði út með Ólafi og húsaviðnum. Sambúð þeirra var þó ærið
skammvinn, og lýkur henni með ósköpum: Þuríður rænir sverðinu
6