Húnavaka - 01.05.1985, Page 90
88
HÚNAVAKA
en þó félítill. Oddur fer ungur úr föðurhúsum, gerist fyrst vermaður á
Vatnsnesi, og síðar verður hann farmaður og rakar þá saman pening-
um, en réttir þó föður sinum enga hjálparhönd. Oddur kaupir sér
goðorð og gerist stórbóndi að Mel í Miðfirði. Þótt Oddur sé góður að
afla sér fjár, þá skortir hann vizku á öðrum sviðum. Fyrsta skyssan sem
hann gerir er að binda vináttu við Óspak, sem var „ódæll og uppi-
vöðslumaður.“ Næst verður honum það á að fela Óspaki goðorðið
meðan hann sjálfur er utanlands, í stað þess að láta Ófeigi gamla
mannaforráðið í hendur. Þegar Óspakur reynist tregur til að afhenda
goðorðið aftur, kúgar Oddur það af honum með hótunum, og með því
lýkur vináttu þeirra, og nú kemur innri maður Óspaks glöggt í ljós:
hann gerist sauðaþjófur og stelur frá Oddi. Váli fóstbróðir hans reynir
að sætta þá, en þeirri tilraun lýkur með þeim ósköpum að Óspakur
drepur hann alsaklausan í misgripum fyrir Odd. Nú reynir á laga-
kunnáttu Odds, og stenzt hann illa prófið, því að hann býr vígsmálið
rangt til þings. Tveir húnvetnskir höfðingjar, þeir Þórarinn spaki
Langdælagoði og Styrmir á Ásgeirsá (sem var goði Ófeigs gamla)
takast á hendur að eyða málinu fyrir Oddi af þeim sökum að hann
hafði rangt til búið málið. Einsýnt er að þeir öfunda Odd fyrir framtak
hans: „Er það og mála sannast, að vel væri, þótt Oddur vissi, að fleiri
eru nokkurs verðir en hann einn. Treður hann oss alla undir fótum og
þingmenn vora, svo að hans eins er getið. Sakar eigi, að hann reyni,
hversu lögkænn hann er.“
Goðarnir tveir eru því fúsir til að láta þjóf og morðingja sleppa
undan refsingu, í því skyni einu að Oddur setji niður. Málið er rétt í
þarin veginn að tapast með öllu, þegar Ófeigur gamli í einerma kápu
bjargar því við með því að múta dómurum til að dæma Óspak sekjan,
eins og réttlæti og sannleikur krefjast, og það er eitt dæmi um kald-
hæðni Bandamanna sögu. Með þessu móti er andi laganna látinn
ráða, þótt bókstafur þeirra sé virtur að vettugi. En nú lágu þung
viðurlög við að bera fé í dóm, og brátt dregur að samsæri þeirra
Styrmis, Þórarins og sex annarra höfðingja. Þessir átta höfðingjar
ákveða að stefna Oddi fyrir mútugjöf og hirða síðan helminginn af
auðævum hans eftir hann hefur verið dæmdur útlagi fyrir afbrot sitt.
Þá verður Ófeigur gamli enn til að bjarga Oddi: hann fær tvo
bandamenn til að vægja Oddi, og þegar þeir eru kjörnir í gerð til að
ákveða fégreiðslu eftir að bandamönnum hefur verið gefið sjálfdæmi,
gera þeir skoplega litla sekt og Oddur sleppur aftur úr klípu.