Húnavaka - 01.05.1985, Page 91
HUNAVAKA
89
Bandamanna saga er varðveitt í tveim gerðym, og er hér farið eftir
textanum í Möðruvallabók. Um samband Konungsbókar og Möðru-
vallarbókar hefur Hallvard Mageroy ritað stórmerka rannsókn:
Studiar i Bandamanna saga (1957), og hann fjallar miklu ítarlegar
um áhrif Laxdælu og Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar en hér er gert.
Hallvard Mageroy hefur einnig annast nýjustu útgáfu Bandamanna
sögu (með skýringum), og kom hún út samtímis í Osló og Lundúnum
1981.
2.2. Mikilvægt atriði í Bandamanna sögu er að ákærendur verða
sjálfir ákærðir, fyrst af Ófeigi gamla og síðar af Agli á Borg. Skal nú
snúið fyrst að ummælum Egils um Hermund á Gilsbakka, sem fær
miklu betri dóm í Gunnlaugs sögu ormstungu: „Gunnlaugur ....
(var) hávaðamaður mikill í öllu skaplyndi og framgjarn snemmendis
og við allt óvæginn og harður og skáld mikið og heldur niðskár og
kallaður Gunnlaugur ormstunga. Hermundur var þeirra vinsælli og
hafði höfðingjabragð á sér.“ (1938: 59). Lítið fer þó fyrir höfðingja-
bragði eða vinsældum Hermundar í letrum Bandamanna sögu:
„Það þykir mér vel, að ég svíki þann, er engum trúir og eigi
heldur sjálfum sér, og má ég finna sönnur á mínu máli um þetta.
Þú falst fé þitt í svo mikilli þoku, að þú ætlaðir, þó að þér skyti
því í hug að leita þess, að þú skyldir aldrei finna.“
Eg ætla að óhætt sé að staðhæfa að fáir lesendur munu hafa áttað
sig til hlítar á ákæruþunga þessara orða. Hermundi er brugðið um
tvennt: ágirni og trúnaðarleysi, en þessir tveir lestir eru undarlega sam-
tvinnaðir í innræti Hermundar. Það hefur löngum þótt næsta ömur-
legt ef maður var svo úr garði gerður að hann treysti engum, ekki einu
sinni sjálfum sér. Slíkur maður getur ekki eignazt vini, enda byggist
sönn vinátta á gagnkvæmu trausti. f þessu sambandi skal minnt á
spakmæli í Fljótsdælu (1950: 250): „En þar kemur að því sem mælt er,
að betra er véltum að vera en engum að trúa. “ Hér eins og víðar mun
Fljótsdæla hafa orðið fyrir áhrifum frá Alexanders sögu (1925: 100):
„Þó að ég hafi jafnan reynt yðvarn trúleika Grikkjanna .. . og ég viti
víst, að þér viljið mér heilt ráða, þá mun ég þó eigi skiljast frá múgin-
um minna manna, því að heldur vildi ég vera véltur en trúa eigiþeim, er mér
eiga að launa sín þrif og þroska; hvað sem yfir kann líða, mun ég aldregi