Húnavaka - 01.05.1985, Side 92
90
HÚNAVAKA
flýja sjálfs míns fylgjara. Og ef þeir vilja mig nú feigan, þá forðast ég
eigi dauðann, heldur fýsir mig til hans.“ Svo farast Daríusi orð, þegar
Grikkir hafa varað hann við svikum manna hans sjálfs; hjá þessum
göfuglynda höfðingja er Hermundur næsta litilmannlegur og au-
virðilegur. Daríus á um tvennt að velja: „Þar var nú komið, að hvor-
tveggja var harður kosturinn: að trúa eigi mönnum sínum sjálfs, eða
vera svikinn og hætta lífi sínu þeim í hendur, er týnt höfðu trúleiknum
öllum.“ Eins og sannri hetju samir, þá velur Daríus harðari kostinn,
enda verður hann látinn hníga til jarðar af mönnum sínum, sem hann
hafði sjálfur treyst. Setningin Betra er véltum að vera, en engum að trúa
virðist einnig hafa verið í Hemings þætti Áslákssonar (Hauksbók:
347), en textinn þar er nokkuð brenglaður.
Ummæli Egils á Borg um fégröft Hermundar skýrast nokkuð við
Alexanders sögu, þar sem ýmsir lestir eru skilgreindir: „Avaritia — það
er ágirni —, móðir annarra lasta. Sú er hennar iðn, að hún felurfengið fé,
þar er sízt megi finnast. Hana þyrstir og því meir til gulls og annarra
auðæva sem hún fær þau meiri.“ (145). Vafalítið hefur höfundur
Bandamanna sögu verið býsna fjöllesinn, enda þykir mér sennilegt að
hann hafi orðið fyrir áhrifum frá Alexanders sögu, eins og margir
sagnameistarar aðrir.
Að fela fé sitt í jörðu þótti ekki einungis bera vitni um ágirnd og
sínku, heldur einnig um fádæma skort á höfðingskap. 1 Heimskringlu
(1941: 200) segir um þá Harald gráfeld og bræður hans: „Allir synir
Gunnhildar voru kallaðir sínkir, og var það mælt, að þeir fæli lausafé í
jörðu.“ Síðan vitnar Snorri í vísu eftir Eyvind skáldaspilli, sem ber
saman örlæti Hákonar góða og sínku Gráfeldar: „Nú hefir fólkstríðir
fólgið gull í jörðu“ er merkingin í síðara helming erindis. Slíkri nízku
konungs og bræðra hans hlaut að fylgja óáran, enda segir í Fagur-
skinnu að þá hafi komið mikið hallæri, svo að „af tók síldfiski og allt
sjófang, korn spilltist,“ og þá var „svo mikill snjór um mitt sumar, að
allt búið var inni haldið að fóstri. Synir Eiríks gerðust ágjarnir við
landsfólkið og hirðu ekki um landslög; það var og kallað að þeir hirði
fé sitt í jörðu sem smábændur, og vildu eigi mála gefa mönnum
sínum.“ (1847: 29).
Um tvo forfeður Egils Skúlasonar, sem einnig voru bændur á Borg
eins og hann, segir Egla að þeir hafi fólgið fé í jörðu fyrir andlát, og er
það auðsæilega gert í því skyni að erfingjar fái ekki að njóta þess.
Skalla-Grímur „reiddi í knjám sér kistu vel mikla, en hann hafði í