Húnavaka - 01.05.1985, Blaðsíða 93
HUNAVAKA
91
handarkrika sér eirketil. . . . Hafa menn það síðan fyrir satt, að hann
hafi látið fara annaðhvort eða bæði í Krumskeldu og látið þar fara á
ofan hellustein mikinn.“ (1933: 174). Egill Skalla-Grímsson fór eitt
kveld með tvær kistur fullar af ensku silfri, og hafa þær ekki sézt síðan;
hins vegar hafa enskir peningar fundist í gili austan við bæinn á
Mosfelli. „Geta sumir menn þess, að Egill muni þar féð hafa fólgið.“
(297). Eru því engin undur þótt stundum hvarfli að lesanda Banda-
manna sögu að höfundi hennar hafi orðið hugsað til þessara ágjörnu
feðga, þegar hann lét niðja þeirra og eftirvera á ættaróðali fara með
brigzl um fjárgröft.
En þegar flaumur frásagnar er næstum runninn til sævar, þá verður
lesanda ljóst, að hér er ekki um einber brigzl að ræða. Hermundur
veikist skyndilega á leið til Borgar í því skyni að brenna Egil inni fyrir
illmælið. „Er þá farið eftir presti í Síðumúla, og er hann kemur, þá
mátti Hermundur ekki mæla, og var prestur þar hjá honum. Og einn
tíma, er prestur lýtur að honum, þá lætur í vörunum: „Tvö hundruð í
gili, tvö hundruð í gili.“ Og síðan andast hann, og lauk svo hans ævi,
sem hér er nú sagt.“ Af þessu má ráða, að efstu hugsanir hans áður en
hann skildi við þennan heim voru um þau tvö hundruð silfurs (?) sem
hann fól eitt sinn í jörðu og gat aldrei fundið aftur.
2.3. Mönnum hefur löngum verið ljós skyldleiki með Banda-
manna sögu og Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar í frásögnum af goðorði,
sem eigandi felur öðrum að annast meðan hann er utanlands sjálfur.
Jón Jóhannesson (íslenzk fornrit XI, bls. cix) telur sennilegt að Band.
hafi orðið fyrir áhrifum frá Þorst. Síð.-H., og virðist það vera rétt
ályktað. Hér skal bera saman til glöggvunar.
Band.
[Vel er með þeim Oddi goða
og Óspaki, sem þó er tregur
að fara með goðorðið í fjarvist
Odds, en gerir það þó að lok-
um; tekur við því af Oddi á
leið til skips . . .]
Þorst. Síð.-H.
[Fæð er með þeim Þorsteini
goða og Þórhaddi, sem mælist
til nýrrar vináttu, af því að
hann vill fara með goðorðið í
fjarvist Þorsteins.] „Og tók
Þórhaddur við goðorði á
þingi.“
Óspakur „hélt kappsamlega
þingmenn sína og lét ekki mál
þeirra fyrir borð bera.“
„En meðan Þorsteinn var ut-
an, þá hélt Þórhaddur vel
þingmenn hans.“