Húnavaka - 01.05.1985, Page 94
92
HUNAVAKA
[Oddur kemur út.] Það var eitt
sinn, að Oddur vekur til við
Óspak, að vel muni fallið, að
hann tæki við goðorði sínu.
Óspakur sagði: „ . . . Það ætla
ég mönnum þó tíðast, að það
sé gert annaðhvort á leiðum
eða þingum.“
[Leiðarmorgun sefur Oddur
yfir sig og kemur seint til móts,
svo hann nær þá ekki goðorði
sínu. Einn dag] hleypur Odd-
ur undan borðinu og að
Óspaki og hefir reidda öxi í
hendi sér, biður hann nú laust
láta goðorðið. Óspakur svarar:
„Eigi muntu þurfa með svo
miklu kappi að sækja; þegar
hefir þú goðorð, er þú vilt, og
vissi ég eigi, að þér væri alvara
við að taka.“ Rétti hann þá
fram höndina og fékk Oddi
goðorðið.
[Þorsteinn kemur út, og riður
hann til leiðar. Hann segir við
Þórhadd]: „Nú mun og vel
fundið, að ég taki við goðorði
mínu.“ Þórhaddur svarar:
„Þetta skyldir þú fyrri talað
hafa en lög skil færi fram. En
nú samir betur að selja goðorð
af hendi á vorþingi. . . .“
[Á leið til þings situr Þorsteinn
fyrir Þórhaddi, sem kemur rétt
á eftir.] Þorsteinn spratt upp
og bað hann selja af höndum
goðorðið. „ . . . Ger nú skjótt
um, að þú sel fram goðorðið
eða annar skal verri.“ . . . Þór-
haddur svarar: „Ákafur mað-
ur ertu og eigi mjög stilltur, og
muntu ná goðorði þínu, þó að
þú heitist eigi til. . . .
Nú áttu margir hluti í, og tók
Þorsteinn við goðorði sínu.
Um þenna samanburð er það eftirtektarvert, að húnvetnskur höf-
undur virðist hafa orðið fyrir áhrifum frá sögu úr Austfirðingafjórð-
ungi. Slíkt er engan veginn einsdæmi, enda hef ég á öðrum vettvangi
lauslega drepið á ýmsar sögur sem bergmála frásagnir úr fjarlægum
fjórðungum. (Úr hugmyndaheimi Hrafnkels sögu og Grettlu, 1981:
115-119). Hitt mun þó að öllum líkindum þykja merkilegra að
Óspakur úr Bitru var ekki jafn hreinræktaður Strandamaður eins og
Bandamanna saga gefur í skyn, heldur voru tilteknir þættir úr fari
hans komnir úr sunnanverðum Austfjörðum, eins og marka má af
Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar.
1 Njálu eru merkileg ummæli um afhendingu goðorðs, og má ætla
að þau séu runnin frá Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar. Þegar Mörður