Húnavaka - 01.05.1985, Síða 95
HUNAVAKA
93
Valgarðsson gerir sitt bezta til að rægja Njálssonu við Höskuld segir
hann eitt sinni: „Ég kann og að segja þér, að þeir öfunda þig um
goðorðið; tók Skarphéðinn það upp á þingi, að þú komst eigi til þings
á fimmtardómsstefnu. Ætlar Skarphéðinn og aldrei laust að láta
goðorðið.“ „Eigi er það,“ segir Höskuldur, „ég tók við á leiðmóti í
haust.“
Á slíka lund hagnýttu sagnameistarar verk forvera sinna: þeir kin-
okuðu sér ekki við að bergmála eldri sögur, og er því ekki að undra þótt
ein saga rifjist upp þegar önnur er lesin.
2.4. Egill á Borg er harður í dómum sinum um fleiri menn en
Hermund á Gilsbakka. Um Húnvetninginn Styrmi á Ásgeirsá farast
honum orð á þessa lund:
Það er og satt, að ég á jafnan óhægt í búi,
en þú ert matsínkur, og er það til marks,
að þú átt bolla þann, er Matsæll heitir,
og kemur enginn sá til garðs, að viti, hvað í er, nema þú einn.
Nú samir mér, að hjón min hafi þá hart, er eigi er til,
en þeim samir verr að svelta hjón sín, er ekki skortir,
og hygg þú að, hver sá er.
Auðráðið er af orðum Egils, að Styrmir er sekur um tvo lesti fremur
einn: grœðgi og matsínku. Nafnið á bollanum Matsœll gefur ákveðið í
skyn, að hann hafi borðað vel og mikið, og hitt er þó sérstaklega
ískyggilegt að hann er eini maðurinn sem veit hvað í bollanum er. Það
hefur ávallt þótt mikill ósiður að éta einn sér, eða éta einætum, eins og
það heitir í Glúmu. f sögu einni sem snarað var á íslenzku á 14. öld er
talað um riddara sem vandist á að taka máltíðir í sérstöku herbergi,
sem „hans öfundarmenn kölluðu einætahús á föstutíðum.“ Hér skal
einnig minna á aðra þýdda fornsögu, en þar er spurt: „Hver er sá
húsbóndi, er einn etur brauð sitt, einn vélir um drykk sinn, klæðir einn
sig, situr einn við arin sinn, eða er einbúi í húsi sínu?“
Hitt hefur jafnan þótt einhver hinn versti löstur að vera matníðingur,
en frá fornu fari hefur mönnum verið hrósað fyrir að vera matargóðir, og
kemur þetta lýsingarorð fyrir á ýmsum bautasteinum fornum með
rúnaletri á Norðurlöndum. f Hugsvinnsmálum hljóðar eitt heilræðið
svo: Vertu þíns mildur matar, sem er öfugt við sjálfslýsingu Fjölsvinns í