Húnavaka - 01.05.1985, Síða 97
HUNAVAKA
95
svo var metnaður þinn mikill, að þú lézt bera merki fyrir þér á
Vöðlaþingi sem fyrir konungum, en þó skaltu eigi konungur yfir
þessu máli vera, og kýs ég þig frá.
Ekki skortir á áminningar um drambsemi: Ofmetnað drýgja / skyli
enginn maður, segir í Sólarljóðum, en í Alexanders sögu er þessum lesti
lýst á svofellda lund: „Þar er og Superbia, það er drambsemi. Hennar
athöfn er sú að skelkja jafnan að öðrum, þykjast yfir öllum, vilja eigi
vita sinn jafningja.“ Lýsingin á metnaði Járnskeggja kemur nokkuð
vel heim við þetta, en hins ber þó að gæta, að menn urðu að sætta sig
við metnað konunga, og skal hér minna á víðfræg orð Hjalta
Skeggjasonar í Ólafs sögu helga: „Svo er konungum að fylgja, að þeir
hafa metnað mikinn og eru framar virðir en aðrir menn . . .“
Það sem vekur sérstaka athygli í orðum Ófeigs er það að hann lætur
bera merki fyrir sér að hætti konunga. Islendingar voru slíku ekki
vanir. Þótt Snorri Sturluson eignaðist í Svíþjóðarför árið 1219 merki
það er átt hafði Eiríkur Svíakonungur Knútsson, þá hafði hann ekki
rétt (né metnað) til að láta bera það fyrir sér. öðru máli gegnir um
þann íslending sem eignast merki árið 1258, þegar hið forna þjóðveldi
Islendinga fellur hratt að feigðarósi:
Og það sumar, er nú var frá sagt, gaf Hákon konungur Gizuri
jarls nafn og skipaði honum allan Sunnlendingafjórðung og
Norðlendingafjórðung og allan Borgarfjörð. Hákon konungur
gaf Gizuri jarli stórgjafir, áður hann fór út um sumarið. Hákon
konungur fekk Gizuri jarli merki og lúður og setti hann í hásoeti hjá sér
og lét skutilsveina sína skenkja honum sem sjálfum sér. Gizur jarl
var mjög heitbundinn við Hákon konung, að skattur skyldi við
gangast á íslandi.
(fslendinga saga, 1946: 524).
f Hirðskrá Magnúss lagabætis (1263-1289) er greinagóð lýsing á
þeirri athöfn sem fylgir nafngjöf jarls, og má ætla að hún eigi einnig
við upphefð Gizurar árið 1258. Þar segir m.a.: „Síðan honum verður
gefið jarlsnafn, þá skal hann taka í hönd honum og setja hann í hásœti út í
frá sínu hásæti góðan mun. Konungur skal gefa honum sverð ....
Síðan skal konungur gefa honum merki til þess að konungur skyldar alla þá
honum eftirláta og auðkvæða vera, sem hann skipar undir hans vald,