Húnavaka - 01.05.1985, Page 108
106
HÚNAVAKA
Blöndu nema þegar hæst er í því, þá sytrar aðeins úr norðvesturhorn-
inu. Þetta er mjög djúpt vatn og væri áreiðanlega hægt að gera
eitthvað fyrir það. Ef ég væri ungur þá hefði ég meiri áhuga á fiskirækt
heldur en loðdýrunum. Á þá búgrein líst mér ekki.
Varst þú ekki refaskytta?
Jú, ég var af og til við það í meira en 30 ár. Eg var fyrst með Sigurði
á Leifsstöðum og síðan með Skarphéðni Einarssyni í tvö ár á heiðinni,
nú, og svo eftir að Jakob kom upp var hann lengi með mér. Sérstaklega
var ánægjulegt að vera með Skarphéðni, hann var svo fróður og
spakur að viti. Hann var einnig afburða góð skytta. Ég man eftir því
einu sinni í Kolluhvamminum, sem er á móti Tindabjörgunum við
Blöndu, þá komu bæði dýrin með svona sekúndu millibili, og hann
skaut þau bæði. Annars var misjafnt hvernig þetta gekk, stundum fór
langur tími í þetta. Eg man eftir því að við Jakob fórum hér fram að
Galtará og vorum búnir að hafa sjö úr einu greni um morguninn.
Síðan fórum við út Rugludalsbungu, sofnuðum aðeins um daginn en
vorum síðan búnir að vinna þar greni næsta morgun og hafa annað
eins. En þetta gat tekið mikið lengri tíma.
Lentir þú oft í að vinna á dýrbítum?
Ég lenti sárasjaldan í slæmum dýrbítum, og það hefur ekki verið
mikið um þá hér síðan ég man fyrst eftir. Það var alltaf meira um þá
úti á Laxárdal. En þeir voru svo sem til hér áður. Ég heyrði sagnir um
þá og man eftir mönnum sem lentu í þeim. Þorsteinn frá Grímstungu
var fenginn til að vinna hræðilegan dýrbít í Kolluhvamminum þar
sem okkur Skarphéðni gekk svo vel forðum. Það mun hafa verið fyrir
1920 en ég man eftir að Þorsteinn kom hér.
Eg var aðallega með Tunguna hérna og heiðina en fór aldrei út á
Laxárdal. Leifsstaðamenn höfðu alltaf austurkantinn og Fjöllin. Og
þegar við Jakob hættum að mestu tóku þeir við nafnarnir Sigurjón
sonur minn og Sigurjón á Fossum.
Eru mörg greni á heiðinni?
Alveg ótrúlegur fjöldi.
Lástu fyrir tófu að vetrinum?
Já, já, það fór nú skemmtilega stundum. Þær voru varar um sig og
maður mátti ekki láta þær finna lyktina af sér. Mér gekk þess vegna
best ef ég bar út á meðan féð var á beitarhúsunum. Þær gengu hiklaust
að þó féð væri, en fundu síður lyktina af mér. Eg hafði alltaf eitthvað á
hverjum vetri, en það fór dálítið eftir tíðarfarinu, oft svona sex til sjö