Húnavaka - 01.05.1985, Page 109
HUNAVAKA
107
yfir veturinn. Núna eru komin mikið betri tæki til þessa t.d. sjónaukar
á riffla, snjósleðar og fleira.
Hér ljúkum við spjalli við Stefán og tygjum okkur til heimferðar,
enda komið að kveldi. Við kveðjumst á hlaðinu í kyrrð vetrarkvölds-
ins. Tunglskinið speglast í svellum handan dalsins. Þetta hefur verið
ánægjulegur dagur.
*
HEYRÐIST ÞÁ BRESTUR MIKILL
Nóttina milli hins 20. og 21. dags ctktóbermánaðar 1852, bar svo við, að nokkrir
menn í Vatnsdal í Húnavatnssýslu sáu loftsjón nokkra eða vigahnött. Þeir sögðu frá
þvi þannig:
Fyrst kom birta mikil á suðurhimin og síðan rann upp ljóshnöttur nokkur í hásuðri,
álíka stór og tungl er í fyllingu. Birta hans líktist meir sólarljóma en tunglsskini. Hann
var bjartastur um miðbikið og brá fyrir ýmsum friðarbogalitum á röndum hans, er
sýndust vera á mikilli hreyfingu. Hnöttur þessi gekk með miklum hraða til norðurs og
fór svo skyndilega eins og tungl, sem veður hraðast í skýjum. Hann kastaði frá sér
geislum nokkrum, er sýndust vera tindrandi, og liðu þeir jafnskjótt til hans aftur. Litlu
síðar varð hnöttur þessi sporöskjumyndaður og skiptist þegar í þrjá hnetti. Heyrðist þá
brestur mikill og hurfu þeir allir, fylgdi því duna nokkur er líktist skrugguhljóði.
Nordri 1853.
LlTIÐ RAUTT SKEGG NEÐAN VIÐ KJÁLKANA
Fiskur veiddist í Svínavatni í Húnavatnssýslu haustið 1854. Höfuð hans var stutt og
digurt, tennur rauðar, munnur víður, höfuðlitur dökkur með hvítum bletti fyrir aftan
augun og á blettinum rauðar dröfnur. Augun græn og mjög smá, lítið rautt skegg
neðan við kjálkana, búkurinn stuttur og digur, hryggurinn svartur og hárlaus, hlið-
arnar með þrem köflum dökkum og tveimur gráleitum eður sem menn kalla brand-
gráum, og þessir síðamefndu loðnir og loðnan viðlíka og á nýgotnum kettling. Tveir
vom uggar á baki, rauðir, og aftan við höfuðið á litlum kafla rauð hár líkust faxi.
Kviðurinn rauðleitur með fjómm eins litum uggum. Sporðurinn tiltakanlega stór eftir
öðmm vexti fiskjarins, dökkur að ofan en rauður á miðju og dökk rönd á honum að
neðan og fyrir enda var sporðurinn rauður.
Norðri 1855.