Húnavaka - 01.05.1985, Page 115
HÚNAVAKA
113
fatssyni, sem stjórnaði leitinni. Hann var manna kunnugastur þarna
og ákaflega traustur maður. Við skiptum okkur til þess að leita að
slóðum. Þá var farið að frysta og komin lítilsháttar skel á snjóinn, sem
var í miðjan legg á hestunum. Fyrst urðum við engra slóða varir, en
áður en langt leið fann ég þær á hól við fláarjaðar. Þar höfðu þeir
beygt til vesturs uns þeir komu á Kjalveg, en þá höfðu þeir lagt leið
sína suður veginn í stað þess að fara norður. Á veginum var hægt að
greina slóðir og við gátum haldið þeim fram fyrir Svörtukvísl. Þar
höfðu þeir aftur beygt til vesturs, en brátt hurfu sporin enda tekið að
hvessa með talsverðri snjókomu. Við skiptum okkur á ný og eftir
skamma stund vorum við svo lánsamir að hitta þá niður við Blöndu.
Þeir höfðu komið þangað áður en fór að frysta og hvessa, hnoðað
saman snjó og komið sér upp lítilfjörlegu byrgi, sem gat þó veitt þeim
nokkurt skjól. Þeir urðu alls hugar fegnir komu okkar og Pétur sagði:
„Hér hefðum við drepist ef þið hefðuð ekki komið“. Það hefði ég líka
getað látið mér detta í hug, því að þeir voru holdvotir og kuldi mjög
farinn að þjaka þá. Að sjálfsögðu höfðum við með okkur reiðhesta
þeirra og utanhafnarflíkur, og nú var sest á bak. Á framleiðinni
reiddum við hundana yfir Svörtukvísl og ætluðum einnig að gera það
í bakaleiðinni, en þá var kvíslin þurr. Hún mun hafa stíflast af krapi og
grunnstingli upp á söndunum og sennilega flætt út á þá.
Guðmundur stjórnaði ferðinni og fór greitt. Hann reið á undan en
bað mig vera síðastan og gæta þess að Pétur og Guðmundur týndust
ekki úr lestinni. Það var nú rétt svona að Guðmundur gæti setið á
hestinum, hann var svo illa farinn, en Pétur betur á sig kominn.
Þegar við komum út undir Herjólfslæk ætlaði Guðmundur að fara
þaðan beinustu leið í skálann við Ströngukvísl, en það var vandfarin
leið vegna torfæra og auk þess mikil hríð. Við riðum alltaf í sömu slóð
og ég síðastur eins og áður er sagt. Svo tók ég eftir þvi að sveigur kom á
röðina og reið fram með til þess að láta nafna minn vita um þetta. Þá
kom í ljós að við höfðum farið í hring, vorum í þann veginn að loka
honum, en slíkt hendir oft í dimmviðri þegar á engu traustu er að átta
sig. Hvorugur okkar var viss um rétta stefnu í skálann og við gripum
því til þess ráðs að fara vestur að Blöndu og norður yfir Ströngukvísl á
svonefndum Vöðum. Þau eru á Kjalvegi og þaðan eru nokkrir kíló-
metrar í skálann, en hann er spottakorn fyrir norðan kvíslina. f björtu
veðri blasir hann við frá þessum stað en í þetta sinn var útilokað að sjá
hann. Við héldum áfram upp með kvíslinni uns við komum að brekku,
8