Húnavaka - 01.05.1985, Side 118
BALDUR PÁLMASON:
Á Blönduósi 23. júní 1925
Vordagurinn getur verið fagur við Húnaflóa, og þannig var hann
laugardaginn 23. júní 1925. Mikiðsólfarogsunnanstæðurþeyrlékum
sveitir og þorp í 15-18 stiga hita.
Sem Blönduósingur verð ég að biðja forláts á því, að ekki kem ég
fyrir mig, hvað ég var að bjástra þennan tilgreinda dag. Það hef ég mér
til afsökunar, að ég var þá á miðju sjötta aldursári einungis.
Ekki er ósennilegt að ég hafi verið á stjái niðri í plássinu eins og oft
og einatt, enda þótt ég ætti heima uppi með brekkunni. Trúlega hef ég
þá orðið var mannaferða kringum læknishúsið, ekki manna úr næstu
sveitum í læknisvitjun, því að þá hefði ég e.t.v. kannast við, heldur
ókunnugra manna með öllu, komna langt að með marga hesta til
reiðar. Eg þekkti lækninn þó nokkuð vel, hann Kristján Arinbjarnar,
sem búinn var að eiga heima á Ósnum í 2-3 ár sem héraðslæknir
Austur-Húnvetninga. Hann hafði látið mig fá lyf, þegar ég var eitt-
hvað lasinn, og komið oftar en einu sinni heim í torfbæinn til okkar
mömmu, til þess að skoða mig. Því að nokkuð var ég kvellisjúkur á
þeim árum. Og ég bar mikla virðingu fyrir lækninum, vegna þess að
hann var bæði góðmenni og góður læknir. (Og ég get bætt því við
innan sviga, að ég ber ætíð greinileg merki um handaverk hans, frá því
er hann skar burt úr mér botnlangatotuna fjórum árum seinna heldur
en vorið, sem hér er til umræðu). Kristján læknir var fyrirmannlegur
að ytra útliti, hár og grannvaxinn, ljós að yfirbragði og frjálsmann-
legur í framgöngu. Guðrún læknisfrú var einnig mjög glæsileg kona og
góð. Voru þau hjón í miklum metum meðal Húnvetninga. Ekki áttu
þau þó ættartengsl þar um sveitir, því að Kristján óx upp í Reykjavík,
sonur Arinbjarnar Sveinbjarnarsonar bókbindara og bókaútgefanda,
en Guðrún var dóttir Ottós Tuliniusar kaupmanns og útgerðarmanns
á Akureyri. Þess er vert að geta hér um Ottó Tulinius, að hann var
meðal stofnenda Skákfélags Akureyrar árið 1919, og hefur Guðrún
sagt frá því á prenti, að faðir sinn hafi löngum setið að tafli með