Húnavaka - 01.05.1985, Síða 119
HUNAVAKA
117
kunningja sínum á sunnudögum að vetrarlagi, þegar hún var að alast
upp.
En það voru þessir aðkomumenn, þessir gestir læknishjónanna á
Blönduósi júnídaginn góða. Hverjir voru þeir, og hvaða erindi áttu
þeir? Þetta voru Eyfirðingar og Skagfirðingar, 8 að tölu, fulltrúar
þriggja taflfélaga þar um slóðir. Fimm taflfélög, öll norðanlands,
höfðu lýst sig samþykk drögum að sambandslögum, sem Skákfélag
Akureyrar hafði haft frumkvæði um að semja árið áður (1924) og
dreift meðal skákfélaga fyrir norðan og sunnan. Elzta og stærsta
taflfélag landsins, Taflfélag Reykjavikur, hafði ekki fallizt á drögin,
vildi t.d. ekki una því að skákþing íslands, sem haldið hafði verið á
snærum þess síðan 1913, yrði framvegis haldið jöfnum höndum utan
Reykjavíkur og innan. Forvígismennirnir á Akureyri héldu þó striki
sínu, komu upp bráðabirgðastjórn fyFÍr sambandið með Ara Guð-
mundsson bankamann fyrir formann eða forseta og ákváðu að koma
BALDUR PÁLMASON fæddist í
Köldukinn á Ásum 17. desember 1919.
Foreldrar hans voru Margrét Kristófers-
dóttir frá Köldukinn og Pálmi Jónsson
frá Ásum og slðar bóndi á Álfgeirsvöllum
í Skagafirði. Baldur ólst að mestu upp
með móður sinni á Blönduósi, þar sem
hún stundaði saumaskap. Þau fluttu til
Reykjavikur árið 1935, og þar lézt Mar-
grét 15 árum síðar.
Baldur gekk í þjónustu Ríkisútvarps-
ins árið 1945, starfaði þar í dagskrárdeild
sem fulltrúi og varadagskrárstjóri til
1981. Hann vinnur síðan að ýmsum rit-
störfum, einkum þýðingum. Tvær bækur
með frumortum Ijóðum hafa komið frá
hans hendi: „Hrafninn flýgur um aftan-
inn“ 1977 og „Björt mey og hrein“ 1979, og er hin síðarnefnda aðallega
æskuljóð. 1 „Hrafninum" er að finna kvæði, sem ort var í tengslum við heims-
meistaraeinvígið í skák hérlendis 1972, — og verður það tekið upp hér í
framhaldi af greininni um stofnun Skáksambands Islands. Sú grein birtist i
febrúar sl. i mótsskrá um alþjóðlegt afmælismót sambandsins, sem haldið var í
Reykjavik, en er hér dálítið stytt. Geta má þess, að Baldur var 8 ár (1958-66)
gjaldkeri í stjórn Skáksambands Islands.
Kona Baldurs Pálmasonar er Guðný S. Óskarsdóttir úr Reykjavík.