Húnavaka - 01.05.1985, Page 120
118
HUNAVAKA
Héraðslæknishjónin á Blönduósi 1922-31, Krist-
ján Arinbjarnar (1892-1947) og Guðrún Arin-
bjarnar, f. Tulinius (1898-1980). Þau voru rómuð
Jyrir gestrisni við stofnfundarmenn Skáksambands
Islands, sem þinguðu á heimili þeirra. Myndin lík-
lega tekin á Akureyri fáum árumfyrr.
upp málgagni. Var Þorsteinn Thorlacius bókhaldari á Akureyri
fenginn til að ritstýra því, og kom fyrsta hefti þess út í maí 1925,
mánuði fyrir Blönduóssfundinn, undir nafninu Islenskt skákblað. Þar
lætur einn aðalhvatamaður skáksambandsmálsins, Sigurður Einars-
son Hlíðar dýralæknir, í ljós þá skoðun að tilfinnanlega hafi vantað
undirstöðu eðlilegrar framþróunar skáklistarinnar hérlendis, og með
sambandsstofnuninni fáist sá tengiliður milli skákmanna á landi hér,
sem verði mestur aflgjafi.
Sennilegt er að fyrsti aðalfundur — og eiginlegur stofnfundur —
Skáksambands íslands hafi verið ákveðinn á Blönduósi, til þess að
auðvelda skákmönnum að sunnan að sækja hann, ef þeir hyrfu að því
ráði að gerast stofnaðilar. Svo fór þó ekki. Félögin, sem fulltrúa áttu á
stofnfundinum voru: Skákfélag Akureyrar, Skákfélag Hörgdæla,
Taflfélag Sauðárkróks og Skákfélag Blönduóss. Þegar að fundinum
kom, munu tvö önnur félög hafa lýst samþykki sínu við sambands-
lagadrögin og því talizt meðal stofnfélaga: Skákfélag Siglufjarðar og
Skákfélag Hvammstanga — en þau sendu ekki fulltrúa á fundinn.
Einn Akureyringanna, sem lagði leið sína ríðandi vestur yfir
öxnadalsheiði og Vatnsskarð í fylgd félaga sinna í skákfélaginu, var
Jón Sigurðsson, 27 ára gamall starfsmaður klæðaverksmiðjunnar
Gefjunar, hafði þar titilinn litunarmeistari. Jón er annar tveggja sem