Húnavaka - 01.05.1985, Page 122
120
HÚNAVAKA
skákfélagsmanna á Akureyri og beðið þá að gefa sig fram, sem hefðu
áhuga á að taka hesta á leigu og ríða vestur héruð um Jónsmessuleytið,
á mörkum vors og sumars. Nokkrir gáfu sig fram, og varð hópurinn 5
manns. Þeir voru: Sigurður E. Hlíðar dýralæknir, Ari Guðmundsson
bankamaður (forseti bráðabirgðastjórnar), Hannes Arnórsson ljós-
myndari, Ingvar Guðjónsson útgerðarmaður og Jón Sigurðsson. Tveir
þessara manna voru Húnvetningar að uppruna, Hannes frá Bjarna-
stöðum í Vatnsdal og Ingvar frá Neðra-Vatnshorni i Línakradal.
Báðir voru þeir útnefndir til fullgildra fundarmanna á stofnfundinum
ásamt Sigurði, því að þrír menn skyldu þar hafa atkvæðisrétt af hálfu
Akureyringa.
Þeir ferðafélagarnir lögðu af stað árla dags 22. júní og riðu sem leið
lá upp Öxnadalinn. Þar bættist sjötti maður í hópinn, Skafti Guð-
mundsson búfræðingur frá Gerði, sem var fulltrúi Skákfélags Hörg-
dæla (bróðir Ara Guðmundssonar). Áfram var haldið yfir Öxnadals-
heiði og langleiðina yfir um Skagafjörð, áður en þeir tóku gistingu á
Víðimýri. Fengu þar bezta beina. Voru þá 45 km ófarnir til Blönduóss
og var þangað komið upp úr hádegi daginn eftir. Þann sama dag var
stofnfundurinn haldinn á heimili læknishjónanna, Kristjáns og Guð-
rúnar Arinbjarnar. Kristján læknir var fulltrúi skákfélags staðarins, og
svo voru þarna komnir tveir mætir Skagfirðingar: Sigurður A.
Björnsson hreppstjóri á Veðramóti og Gísli Magnússon á Frostastöð-
um, og var Sigurður aðalfulltrúi Taflfélags Sauðárkróks.
Hér á við að skjóta inn örstuttri greinargerð um fundarstörfin,
samkvæmt skýrslu Sigurðar Hlíðar í 2. tbl. íslensks skákblaðs. Ari
Guðmundsson stýrði fundinum og Jóni Sigurðssyni var falin fundar-
ritun. Miklar umræður urðu um sambandslagafrumvarpið, sem var
þarna til lokaafgreiðslu. Þótt ekki væri að öllu leyti gengið til móts við
þær óskir, sem talið var að Taflfélag Reykjavíkur hefði um lagasetn-
ingu, var þess vænst að þetta aðalfélag íslenzkra skákmanna gæti senn
gengið í skáksambandið á grundvelli hins sanna félagslyndis, en svo
væri ráð fyrir gert að í sambandinu skipaði jafnréttishugsjónin æðsta
sæti. — Sett voru þau skilyrði fyrir upptöku í sambandið að félög
hefðu ekki lög eða reglur, sem færu í bága við sambandslög, að fé-
lagsmenn þeirra væru a.m.k. 10 talsins og greitt yrði 1 kr. inntökugjald
fyrir hvern þeirra, en þó hæst 50 kr. Árgjald skyldi einnig verða 1 kr.
fyrir félagsmann. Á aðalfundi sem halda skyldi í tengslum við skák-
þing Islands, skyldi hvert sambandsfélag eiga 1 fulltrúa fyrir hverja 20