Húnavaka - 01.05.1985, Page 123
HUNAVAKA
121
félaga eða brot úr þeirri tölu, sem stærra væri en helmingur. Stjórnina
skyldu skipa 3 menn: Forseti, ritari og gjaldkeri og þrír til vara.
Stjórnarkosning fór þannig: Ari Guðmundsson var kosinn forseti,
Kristján Arinbjarnar ritari og Jóhann Havsteen á Akureyri gjaldkeri.
Frásögn sinni í Islensku skákblaði lýkur Sigurður Hlíðar með þessum
orðum: Fundurinn fór vel fram, og naut hlýleika og gestrisni læknis-
hjónanna við.
Jón Sigurðsson sagði mér að þeir aðkomumenn hefðu fengið gist-
ingu í kvennaskólahúsinu á Blönduósi. Og um hádegið næsta dag, sem
var sunnudagur og Jónsmessa, sátu þeir matarveizlu hjá læknishjón-
unum, svo að ekki gerðu þau endasleppt við skákfulltrúana úr aust-
urvegi.
Að loknum málsverði og drukkinni hestaskál stigu Eyfirðingar og
Skagfirðingar á bak reiðskjótum sínum og héldu nú austur um
Norðurárdal á Skaga og Kolugafjall til Sauðárkróks. Var þá orðið
kvöldsett og gisting tekin á hótel Tindastóli (að því er Jón minnir).
Næsta dag riðlaðist hópurinn. Sumir fóru fram Skagafjörð og aftur til
baka yfir Öxnadalsheiði, en Jón og Ari héldu austur í Hjaltadal og
gistu næstu nótt á Reykjum. Þaðan riðu þeir svo daginn eftir fjall-
veginn milli Hjaltadals og Hörgárdals í Eyjafirði. Hann liggur með-
fram aðaljöklinum á Tröllaskaga, Tungnahryggsjökli, sem er víst nú
orðinn rýrari en fyrrum. Mun þessi leið fáfarin.
Þannig tók ferðin alls fimm daga fyrir suma Eyfirðingana a.m.k., frá
föstudagsmorgni til þriðjudagskvölds. Segja má að þeir hafi því haft
töluvert fyrir því að sækja hinn fyrsta aðalfund (stofnfund) Skáksam-
bands Islands, en þetta hafði jafnframt verið þeim skemmtiferð í hlýju
og fögru vorveðri. Þetta ár voraði sérlega vel fyrir norðan, svo að
sláttur var byrjaður þar vítt um sveitir fyrir júnílok.
Að endingu hverf ég aftur norður á Blönduós 23. júní 1925. Þótt
líklegt sé að kvisast hafi um plássið þá um kvöldið og næsta dag, að
stofnfundur Skáksambands íslands hafi verið haldinn heima hjá
héraðslækninum okkar — það hafi sem sé verið erindi hinna ókunnu
riddara — hef ég sjálfsagt ekki haft vit á, hvað það merkti, og þess
vegna gleymt því fljótlega.
En kannski hefur samt sem áður einhver angi fest rætur í undirvit-
und minni, angi þeirrar sérstæðu listgreinar sem skáklistin er. Svo
mikið er víst, að ekki liðu mörg ár, unz ég var farinn að fá áhuga á
henni þótt mjög væri ég hlédrægur í þeim efnum og þyrði ekki að etja