Húnavaka - 01.05.1985, Page 124
122
HUNAVAKA
kappi við einn eða neinn við skákborðið. En ég hylltist gjarnan til að
horfa á menn, sem sátu að tafli, og mikið þóttu mér þeir öfundsverðir
af kunnáttu sinni.
Svo smíðaði ég mér taflborð með eigin hendi (að vísu með góðri
tilsögn handavinnukennarans í barnaskólanum), áskotnuðust síðan
skildingar fyrir taflmönnum og gat farið að iðka þessa listgrein þegar
tækifæri gáfust., En þau voru fá og framfarir eftir því. Það var fyrst
þegar suður kom til Reykjavíkur á unglingsaldri, að minniháttar
skriður komst á skákiðkun mína. Tölum ekki meira um það.
Snáðinn litli á Blönduósi fyrir sex áratugum árnar skáklistinni allra
heilla og nú á þessum tímamótum Skáksambandi fslands sérstaklega.
Megi sólfar stofnunardagsins við Húnaflóa, áhugi aðkomumannanna
frá Eyjafirði og Skagafirði og hlýtt hugarþel gestgjafanna, læknis-
hjónanna á Blönduósi, ætíð fylgja starfsemi hinna merku samtaka
íslenzkra skákmanna.
*
SELUR f VATNSDAL
Það bar til norður í Vatnsdal í vetur löngu fyrir jól, að spor eftir sel sáust í hálsinum
fyrir ofan Undirfell, og urðu þau rakin ofan í dalinn og austur að ánni fyrir neðan Hof,
en þar hurfu þau. Þótti mönnum þetta allkynlegt, því að aldrei hefur í manna
minnum selur komist svo langt fram í Vatnsdal á sumrum, en það gegndi mestri furðu
að sporin lágu ofan af fjalli. Hvergi kom selur fram í dalnum og féll þetta svo niður um
hríð.
En á mánudagsmorgun varð það til tíðinda í Grímstungu, er smalamaður rak féð
fram dalinn að vanda og fram hjá Þórhallastöðum, að hann sá kvikindi nokkurt
ókennilegt niðri við ána og þótti líkast sem selur væri. Gekk hann síðan heim og sagði
hvað fyrir sig hefði borið. Fór þá skotmaður heiman með byssu hlaðna. En er selurinn
varð hans var, lagðist hann út á ána, því að hún var auð, og vildi þá leita ofan eftir.
En svo lauk að selurinn varð unninn. Var hann þá orðinn mjög rýr og magur, sem von
var, af villum þessum og hrakningum.
Þykjast menn nú sjá hverja leið selurinn hefur farið. Ætla menn, að hann hafi
flæmst upp úr Hópinu og svo upp með á þeirri, sem Gljúfurá heitir og rennur út með
Víðidalsfjalli að austan og út háls þann, sem liggur að vestanverðu við Vatnsdal.
Síðan hefur hann snúið, svo sem sporin sýndu, ofan í dalinn.
fslendingur 19. febrúar 1862.