Húnavaka - 01.05.1985, Síða 126
BJÖRG JÓHANNSDÓTTIR frá Holti:
Reimleikar á Kúlu
Um tveggja alda skeið, þótti reimt í kring um Kúlupresta, en svo
voru prestar á Auðkúlu í Svínadal almennt nefndir.
Þrír feðgar héldu staðinn hver eftir annan, í rúmlega 80 ár. Sr.
Eiríkur Magnússon, 1575-1596, sonur hans sr. Magnús Eiríksson
1596-1650. Fjórir sona hans urðu prestar, þar á meðal sr. Jón „þuml-
ungur“, sá sem frægastur varð af galdraofsóknum, er hann þóttist
verða fyrir, þegar hann var prestur á Eyri í Skutulsfirði og reit þar hina
frægu Píslarsögu. Sr. Sigurður Magnússon var svo prestur á Auðkúlu
1650-1657 og með honum hefjast reimleikarnir á Kúlu.
Hinn 21. janúar 1657 messaði sr. Sigurður á annexíunni Svínavatni.
Þótti hann þá undarlegur í framkomu og sagði er hann kom að
Svínavatni að sér hefði sýnst rauðskjöldótt naut koma á móti sér fyrir
framan vatnið. Ræða hans þótti lika óvenjuleg og því likast, sem hann
væri að kveðja söfnuðinn. Reið svo prestur áleiðis heim í kvöldrökkr-
inu, hreifur af víni og neitaði fylgd.
Heima á staðnum beið fólk eftir presti og að morgni, þegar birti var
farið að huga að honum og fannst hann dáinn á rimanum milli
Svínavatns og Kattartjarnar, var líkið illa útleikið og traðk í kring.
Þótti sýnt að ekki væri einleikið, enda bárust fljótt þau tíðindi að á
sunnudaginn, er bóndinn á Reykjum á Reykjabraut, var við gegn-
ingar, sá hann kvenveru sem hraðaði mjög ferð sinni. Hann kallaði til
hennar og spurði um ferðir hennar, en hún kvaðst þurfa að flýta sér,
því að hún væri send vestan af Fjörðum til að drepa Kúluprestinn.
Ástæðuna kvað hún þá, að hann væri besti prestur á landinu. Bóndi
bað hana að koma við í bakaleið og segja sér erindislok, gerði hún svo
og sagði prest dauðan, er hún kom til baka. Bað bóndi hana þá að flýta
sér til baka og drepa þann er sendi hana og er sagt að hún gerði svo.
Sr. Jóni Jónssyni, Sveinssonar prests á Stað í Steingrímsfirði var
veitt Auðkúluprestakall 1803, eftir lát sr. Ásmundar Pálssonar, sem