Húnavaka - 01.05.1985, Side 128
126
HÚNAVAKA
Líkið fannst ekki fyrr en vorið eftir þegar ísa leysti. Var þá slætt upp
og festist slæða í silfurknöppum á blárri peysu er prestur var í, þegar
hann drukknaði.
Daginn sem sr. Jón drukknaði, var vinnumaður i Stóradal að gefa
fénu. Er hann kom með fyrsta kneppið fram í garðann, var styggð á
fénu og hafði það hnappast í aðra króna. Sér þá vinnumaður sr. Jón
standa innst í hinni krónni, heilsar vinnumaður presti glaðlega en fær
ekkert svar, endurtekur þá kveðjuna, en allt fer á sömu leið. Heldur
hann þetta glettingar í presti, hann hafi ætlað að gera sér bilt við. Snýr
þá inn í tóftina og sækir annað kneppi, en þá er prestur horfinn og féð
raðar sér á garða.
Þegar vinnumaður kom heim að Stóradal, innti hann að ferðum
prests, en hann hafði þar ekki komið, en vinnumaður hélt fast við sitt.
Sagði hann hafa komið til sín og verið í bláu silfurhnepptu peysunni
sinni. Síðar um daginn fréttist að Stóradal um slysið.
Mjög þótti verða vart við prest, einkum urðu ferðamenn hans varir
á Svínavatni, bæði sáu hann hleypa hesti sínum í vökina og bisa við að
ná honum upp úr. Eins höfðu ókunnir, sem á ferð voru í myrkri orð á
því að mikið hefði skeiðað hjá þeim sem var á ferð á vatninu, er þeir
heyrðu hófadyninn.
Þegar Sigurbjörg húsfreyja á Grund, dóttir sr. Jóns, lá á líkbörun-
um, var á Auðkúlu vinnumaður er Lárus Andrés Gíslason hét. Hann
sagði að eitt sinn í glaða tunglskini hefði hann séð sr. Jón, standa í
kirkjugarðinum og glampaði á silfurhnappana í bláu peysunni. Gröf
Sigurbjargar var síðan tekin, á þeim stað, sem faðir hennar stóð.
Séra Jón Jónsson, Teitssonar, Hólabiskups, var svo vígður að Auð-
kúlu 30. apríl 1817. Voru þeir nafnar vígslubræður. Fljótlega eftir að
sr. Jón kom að Kúlu fór að bera á því að nafni hans sótti að honum og
gerði honum og gestum hans glettingar, villtu fyrir þeim, einkum þó
presti, svo að hann var jafnvel næturlangt að villast í Kúlunesi og
grennd.
Álitið var að ástæðan væri sú að sr. Jóni eldra hefði mislíkað við
nafna sinn, er hann vék ekkju hans af jörðinni strax um vorið, en hún
vildi fá að sitja á hluta jarðarinnar næsta ár því að hvergi var jarðnæði
á lausu. Lét þá prestur bera út bóndann í Litladal og þangað flutti
maddaman og bjó þar ekkja í 24 ár.
Sr. Jón var talinn gáfumaður, andríkur ræðumaður, en varð sinn-
isveikur. Talinn óeirðamaður við öl. Hann dó 5. maí 1828.