Húnavaka - 01.05.1985, Page 129
HÚNAVAKA
127
Næstur kom sr. Þorlákur Björnsson Thorgrímsen frá 1828-1832.
Hann varð bráðkvaddur. Voru nú þrjár prestsekkjur í brauðinu. Þá
kom til kallsins sr. Jóhann Pálsson 1832-1840. Hann dó í svefni, en
kvaddi heimafólk sitt daginn áður. Sr. Einar Guðbrandsson var
prestur á Auðkúlu 1840-1842. Er hann fór þangað, höfðu menn orð á
því, að prestar hefðu ekki orðið langæir á Kúlu undanfarið, en hann
svaraði „að fært væri gömlum og feigum“ og þótti það rætast.
Einnig má geta þess að nóttina eftir að sr. Jón Pétursson, prófastur í
Steinnesi jarðsöng sr. Einar, veiktist hann og dó skömmu síðar.
Allt þótti þetta bera vott um að eitthvað óhreint væri á ferð á Kúlu.
Þóttust menn sjá þá saman á ferð sr. Jón eldra, sr. Jóhann Pálsson
og sr. Þorlák Björnsson.
Villtu þeir um fyrir ferðamönnum, en engan meiddu þeir svo að
sögur fari af. Talið var að sr. Þorlákur reyndi stundum að draga úr
glettum þeirra og sáust þeir þrir i áflogum í svokallaðri Merkjalaut, á
landamerkjum Holts og Auðkúlu, en þar var forn reiðvegur að Auð-
kúlu, framan úr dal.
Nokkur óhugur var í prestum að sækja um Auðkúlu og kom nú til
skjalanna sá prestur sem hvað mestar sögur hafa farið af. Það var sr.
Sigurður Sigurðsson, en hann var þá aldraður orðinn, fæddur 21.
febrúar 1774. Hann kom að Auðkúlu 1843, frá Reynivöllum i Kjós.
Hafði lent þar í málaferlum við sóknarbörn sín út af laxveiði.
Slæmar sögur höfðu borist af honum norður og leist Svínvetningum
ekki á, sem um langan aldur höfðu átt góða presta og vinsæla, þótt
skammæir hefðu orðið. Neituðu þeir að sækja prest suður, sem þó var
skylda.
Þegar prestur kom á staðinn, með fylgdarliði sínu, heilsaði hann
engum, en bað um kirkjulykilinn. Gekk hann í kirkju og dvaldi þar
alllengi. Þegar hann kom úr kirkjunni, heilsaði hann staðarfólkinu og
lét taka ofan af hestunum og bera inn farangur. Sagði hann að ekki
myndi Kúluprestum meint verða hér eftir, og hefur það sannast. Sr.
Sigurður lét af prestskap 1856, fór þá að Litladal og lést þar 6. júní
1862. Eftir hann hafa aðeins þrír prestar setið Auðkúlu til 1952, að
prestakallið var sameinað Æsustaðaprestakalli, nú Bólstaðarpresta-
kalli og situr presturinn að Bólstað.
Sagt var að alllengi, jafnvel fram á þessa öld, hefði fólk talið sig
heyra skeiðriðið eftir ísnum á Svínavatni og átti sr. Jón að vera þar á
ferð og ef hann sást í fylgd með Kúlupresti var sá hinn sami feigur.