Húnavaka - 01.05.1985, Page 140
138
HÚNAVAKA
bragðast býsna vel. Tvíburarnir voru elskulegir félagar og vinir jafn-
aldrar mínir að kalla. Björg var dóttir Carls Berndsens, sem var bók-
haldari við Kaupfélagið. Var hann fæddur 1874, en Ólafur 1886.
Báðir þessir menn voru höfðingjar miklir, og einkar þægilegir í um-
gengni. Þar var ekki hrokinn, heldur auðmýktin ráðandi.
Mér er í minni, er ég kom fyrst til Skagastrandar. Það var um
sumar, og ég í fylgd með föður mínum. Við fórum niður á bryggju.
Sjómenn voru að koma að með afla sinn, sem mér sýndist býsna
riflegur. Og hissa var ég að sjá sjómennina renna út af lúðunum,
hálum og ávölum. Hafði ég orð á því er heim kom. Pabbi tók heim
með sér eitthvað af fiski, sem var fremur sjaldséður á bæjum frammi á
Laxárdal. Svo var verslað í sölubúð kaupfélagsins. Eftir búðarfólki
man ég nokkuð þar. Sigurður Sölvason var lengi innanbúðarmaður.
Handfljótur, sporléttur og sífellt reiðubúinn að gera viðskiptamönn-
unum til geðs. Öllum féll vel við Sigga Sölva. Björn Þorleifsson var
lengi verslunarmaður þarna, duglegur og áreiðanlegur. Hann var
nokkuð fatlaður. Hafði orðið fyrir grjóthruni, er hann vann við grjót-
nám þar fyrir hafnargerðina á staðnum. Síðar tók Björn við útibúi er
kaupfélagið rak inni á Hólanesi. Björn varð ekki gamall maður. Hans
minnist ég jafnan með virðingu og þakklæti.
Faðir minn rak fé sitt til slátrunar á Skagaströnd eftir að hann hóf
búskap á Dalnum í annað sinn og settist að á Refsstöðum. Honum
líkaði vel að versla þar. Er Ólafur Lárusson fluttist til Reykjavíkur tók
við kaupfélagsstjórastarfinu ungur maður, Gunnar Grímsson að nafni,
Strandamaður að ætt og uppvexti. Hafði áður verið bankamaður við
útibú Landsbankans á Eskifirði. Þegar Gunnar tók við kaupfélaginu
voru erfiðir tímar í landi, kreppan illræmda. Gunnar aðlagaðist fljótt
staðnum. Faðir minn varð fljótt alúðarvinur hans, eins og fyrirrennara
hans. Nú runnu upp betri tímar fljótlega, svo að kaupfélagið rétti úr
kútnum undir stjórn Gunnars Grímssonar.
f kvæðinu Dalabóndinn yrkir faðir minn um skiptin við kaupfélagið
á Skagaströnd. Hann segir:
f tvímánaðarbyrjun hann tekur kerrujóinn
og teymir hann úr hlaði í langa vöruferð
til Skagastrandarkauptúns, sem skartar út við sjóinn
með skipakví i smíðum og dýra hafnargerð.