Húnavaka - 01.05.1985, Síða 143
HUNAVAKA
141
að mestu leyti. Verður seint ofmetið það hlutverk sem lestrarfélög og
bókasöfn hafa haft frá því þau komu til sögu.
Hér skal getið þess manns sem tók við útibúi Thorsteinssons á
Hólanesi við fráfall Ásgeirs í Höfðahólum, en það var Andrés Guð-
jónsson frá Harrastöðum í Skagahreppi. Hann hafði ungur lokið námi
við Verslunarskólann, en stundaði búskap sín bestu ár á Harrastöðum,
eða yfir tvo áratugi. Andrés er faðir Sigfúsar Hauks, cand. mag.,
skjalavarðar við Þjóðskjalasafnið í Reykjavík. Árið 1947 stofnaði
Andrés sína eigin verslun og rak hana til dauðadags. En þá var ég
fluttur úr héraðinu, og er verslun hans mér ókunn nema af afspurn.
Fyrr hefur verið minnst á Sigurð Sölvason i pistli þessum. Hann var
um áratug í þjónustu kaupfélagsins sem búðarmaður, en fór þaðan til
Thorsteinssons og var í þjónustu hans um nokkur ár. En árið 1943
stofnsetti Sigurður sína eigin verslun, er hann nefndi Borg. Blómgaðist
hún vel, enda maðurinn ástundunarsamur mjög og lipur við við-
skiptamenn. Hann var alveg einstakur kaupmaður, hann lifði sig inn í
starf sitt, ef svo má segja.
Eitt sinn var ég sem barn að rifja flekk á túni kaupfélagsstjórans á
Skagaströnd. Auk mín og mömmu var þar Sigurður Sölvason. Allt í
einu sáum við mús stökkva þarna í heyinu um leið og við snerum því.
Sigurður var léttur á sér þá og hugðist góma mýslu. Og honum tókst
það. En sú litla vildi ekkert láta skipta sér af sínum ferðum og beit
Sigurð í aðra höndina. Sleppti hann þá litla dýrinu, harla feginn.
Þetta er lítið atvik, en situr þó í manni fram á gamals aldur. Sigurður
og Andrés létust með nokkurra daga millibili haustið 1968.
Ég minntist áður á Sigurð kaupmann Jónsson. Hann verslaði á
Hólanesinu. Hann var Húnvetningur, frá Eyvindarstöðum. Möðru-
vellingur, en margir þaðan urðu framámenn í þjóðfélaginu, eins og
kunnugt er. Verslunarstörf hafði Sigurður stundað hjá Kristjáni
Gíslasyni á Sauðárkróki, bræðrungi sínum. Til fróðleiks skal þess getið
hér, að Gísli Ólafsson skáld frá Eiriksstöðum var einnig bræðrungur
Sigurðar. Sigurður seldi auk bóka matvörur í verslun sinni. Hann var
hreppstjóri á Skagaströnd frá 1940-1952. Eg man hversu vel Sigurður
skrifaði; sá það á nótum og reikningum þeim, er frá honum komu. Þá
var frágangurinn ekki neitt slakur á reikningunum frá Thorsteinsson
og kaupfélagi. Allir voru þeir handskrifaðir. Mátti segja, að þarna
væri um listaverk að ræða. Og víst er, að margir unglingar lögðu kapp
á að líkja eftir þessari listaskrift og varð vel ágengt.