Húnavaka - 01.05.1985, Page 144
142
HUNAVAKA
Sigurður var nokkuð ör í framkomu og stuttur í spuna, en áreiðan-
leika hans virtu menn. Allt sem hann sagði stóð eins og stafur á bók.
Þeir voru svona margir, gömlu mennirnir. Þeim mátti treysta.
Formaður stjórnar kaupfélagsins á Skagaströnd þau ár, sem hér um
ræðir, var Ólafur Björnsson á Árbakka, þá orðinn aldraður maður, en
afar hélt hann sér vel. Hann gekk jafnan niður á Hólanes og Skaga-
strönd, kempulegur mjög. Þá voru höfðingjar höfðingjar, þá var yfir-
leitt litið meira upp til þeirra manna, er forusta var falin, en nú er.
Fátt var um bíla, er ég man fyrst eftir Skagastrandarkauptúni, sem
nú heitir á pappírnum Höfðakaupstaður. Þeim fór raunar fjölgandi er
hafnargerð hófst þar, því að aka varð miklu grjóti í það mannvirki,
aðallega úr Höfðanum. Sprengt þar með dýnamíti. Ég var ungur
drengur á Skagaströnd, er þessar sprengingar stóðu sem hæst, og
fylltist oft ótta við þær. En það var gaman að fá að sitja í bílunum, sem
fluttu efni í hafnargerðina. Það var afar eftirsótt af krökkum í þorpinu.
Og fyrst ég er farinn að minnast á fleira en verslun í þrengsta
skilningi, langar mig að minnast á nokkra menn, sem ég man frá
æskuárum mínum á Ströndinni, 1934-1938. Þá eru það bræðurnir
Hjörtur í Vík og Konráð í Garðhúsum, sjómenn, afar duglegir, barn-
margir, þó einkum Hjörtur. Gísli í Viðvík, sjómaður, Pétur á Lækjar-
bakka, Sigurður í Móunum, Halli á Melstað, Ólafur í Brautarholti,
Axel á Læk, Steingrímur í Höfðakoti, Ole Ámundsen, norskur maður,
er keypti þorskhausa og herti og lagði á margt gjörva hönd, Ingvar
Jónsson í Sólheimum, bróðir Steingríms í Höfðakoti. Þessi upptalning
verður að nægja. Auðvitað man ég eftir langtum fleirum, og þeir eru
engu að síður geymdir í þakklátum huga.
Grein þessi eða frásaga er ekki neinn annáll, heldur minningaslitur
manns, sem er nú að komast á efri ár og minnist æsku sinnar, um-
hverfis og samtíðarmanna. Hér er ekki um neina tæmandi upptaln-
ingu að ræða.
Eftir að ég hafði flutt erindi mitt um verslun á Blönduósi, var mér
bent á að ég hefði gleymt fimm kaupmönnum á staðnum. Jú, mikið
rétt, ég tók það fram í erindinu, að ég gæti þeirra sem ég myndi eftir.
Hinir, sem ég ekki gat, eru engu ómerkari fyrir það.
X