Húnavaka - 01.05.1985, Side 148
146
HUNAVAKA
viku, 2 vikur voru alger undantekning. Hvort sem stíað var eða ekki,
voru lömb mörkuð miklu yngri en Jónas getur um. Langflestir sögðu
lömb mörkuð nokkurra daga gömul eða jafnvel nýfædd, því að þá hafi
blætt miklu minna en þegar þau voru eldri. Upplýsingar um aldur
hrútlamba við geldingu voru óljósari, en að sjálfsögðu var því lokið
áður en endanlega var fært frá og lömb rekin á fja.ll.
Allir neituðu því að börnum hafi verið bannað að kyssa lömb. Börn
hafi yfirleitt verið góð við öll dýr og einn tók sérstaklega fram, að tófan
hafi síður tekið lömb sem höfðu verið kysst og kjössuð, því manna-
lyktin hafi fælt hana frá. Hins vegar var algengt ráð til að verja lömb
gegn tófu, sem einnig er nefnt í íslenskum Þjóðháttum, en það er að
gera tjörukross á snoppuna á lömbunum áður en þau voru rekin.
Nokkrir nefndu tjöruna en ekki að krossmark hafi verið gert með
henni, og var oft lögð áhersla á að tjörulyktin hafi fælt tófuna frá, þar
sem hún kom ævinlega framan að lömbunum og beit þau í snoppuna.
í Þjóðháttunum má lesa áfram eitthvað á þessa leið: Endanlega var
fært frá upp úr Jónsmessu. Þá voru ærnar reknar heim, en lömbin
lokuð inni í lambakrónni. Eftir morgunmjaltir voru ærnar reknar í
haga og setið yfir þeim þar. Lömbin voru síðan setin heimavið í
vikutíma meðan þau voru að róast, en síðan rekin á fja.ll. Sumir ráku
lömbin strax og fært hafði verið frá, og voru þau þá setin í sumar-
haganum í 1-2 daga. Ýmist fylgdi smali ánum nótt og dag eða þær
voru látnar leika lausum hala um nætur og þá smalað fyrir morgun-
mjaltir.
Hér ber heimildamönnum yfirleitt ekki saman við frásögn Jónasar.
Mjög lítið var um að lömb væru höfð heimavið og ef svo var, þá
einungis fyrstu nóttina eða 1-2 daga. Helst virðist þetta hafa tíðkast
inn til dala í austursýslunni. Alls engin heimild er hins vegar fyrir því
að lömb hafi verið setin eftir að þau voru rekin á fja.ll. Fáeinir Mið-
firðingar gátu þess, að heimalönd hafi verið svo víðáttumikil, að ekki
hafi þurft að reka á fjall, en þess var þá vandlega gætt, að lömbin
kæmust ekki til ánna. Og bóndi nokkur úti á Skaga var vanur að bera
blöndu af sóti og keytu á lömbin, þá litu ærnar ekki við þeim og hægt
að hafa þau heimavið allt sumarið. Þannig tók aðeins hálfan mánuð
að venja lömbin undan mæðrunum, en þetta var líka góð vörn gegn
tófu.
Engar heimildir eru fyrir því í Húnavatnssýslum, að setið hafi verið
yfir ánum á nóttunni. Yfirleitt voru þær hýstar blánóttina fyrrihluta