Húnavaka - 01.05.1985, Page 149
HUNAVAKA
147
sumars, en eftir slátt voru þær bældar í túninu, og er þeirrar venju
einnig getið í Islenskum Þjóðháttum. Sérstakir nátthagar virðast aftur
á móti hafa verið afar fátíðir á svæðinu.
I Islenskum Þjóðháttum er ærmjöltun lýst skilmerkilega og bar
heimildamönnum okkar í flestu saman við þær lýsingar. Mjólkað var
kvölds og morgna í kvíum, að sögn Jónasar frá Hrafnagili oftast í
fastakvíum, hlöðnum úr torfi og grjóti, aflöngum svo að ærnar gætu
raðað sér þétt við báðar langhliðarnar. Jónas segir að sumir hafi haft
færikvíar, trégrindur sem voru bundnar saman á hornunum. Hér
kemur athyglisverður munur fram milli sýsluhlutanna. Nær því und-
antekningarlaust voru fastakvíar notaðar í vestursýslunni, en margir
sögðust þó hafa heyrt um færikviar eða lesið um þær. I austursýslunni
hins vegar voru þeir heimildamenn sem þekktu færikvíar frá
bernskuheimili sínu nákvæmlega jafn margir og hinir sem mundu
eftir fastakvíum. Margir nefndu hvað færikvíar hafi verið þrifalegar,
auk þess sem furðu fljótt gekk að græða upp mela með áburðinum sem
fékkst undan þeim. Annars voru þær oftast notaðar á tún eftir slátt og
til í dæminu að sleginn væri blettur, grindurnar settar þar og síðan
færðar allt eftir því sem slegið var. Margir sögðu þó fastakviar hafa
haft umtalsverða kosti fram yfir grindurnar, þær hafi verið skjólbetri
og auðveldara að fá ærnar til að raða sér upp í þeim. Ekki er unnt að
greina marktækan mun milli einstakra svæða í Austur-Húnavatns-
sýslu varðandi notkun þessara tveggja gerða af kvíum.
Samkvæmt flestöllum viðtölum okkar var setið yfir ánum í 2-4 vikur
allt eftir aðstæðum. Þá voru þær orðnar svo spakar, að hægt var að
sleppa þeim milli mjalta og smala síðan saman. Fram eftir sumri voru
þær mjólkaðar kvölds og morgna, en þegar komið var fram undir réttir
var aðeins mjólkað einu sinni á dag. Síðast voru ærnar hreyttar af og
til, svo ekki kæmu „snákar“ í júgrið, en svo var það kallað þegar
mjólkin hljóp í mjólkurgöngunum og gat valdið ígerð. Þessari síðustu
mjólk var yfirleitt hellt niður eða hún gefin kálfum og hundum. Um
þessi atriði er ekki getið í íslenskum Þjóðháttum, né heldur sérstaklega
fjallað um meðferð á ærmjólk. Samkvæmt heimildum okkar var unnið
skyr og smjör úr ærmjólkinni, en kúamjólk frekar drukkin ný. Ýmsir
töldu undanrennu úr ærmjólk drýgri til skyrgerðar en kúaundan-
rennu.
Smjör var mikil söluvara á þessum tímum og eins og síðar verður
vikið að, átti verðfall á smjöri sinn þátt í að fráfærur lögðust af.