Húnavaka - 01.05.1985, Síða 151
HUNAVAKA
149
Skiptingin milli einstakra sýsluhluta var sem hér segir og eru ská-
letraðar þær sveitir sem sérstaklega skera sig úr:
Hrútafjörður um 1905, Miðfjörður 1910-15, Heggstaðanes um 1915,
Víðidalur 1900-05, Vatnsnes um 1905, Vesturhóp 1904-07, Vatns-
dalur 1904-07, Þing 1905-07, Svartárdalur og Blöndudalur 1895-1900,
Langidalur 1900-02, Refasveit 1900-04, Skaginn 1914-18.
Athygli vekur, hve lengi var fært frá á Skaga, Heggstaðanesi og í
Miðfirði. Að öðru leyti er ekki ýkja mikill munur á sveitum, nema
hvað inndalirnir í austursýslunni voru langsamlega fyrstir til þess að
hætta. (1 mörgum öðrum landshlutum var fært frá óslitið fram yfir
fyrri heimsstyrjöld).
Og þá erum við komin að því, hvers vegna hætt var að færa frá. Vert
er að gera sér grein fyrir því, hvers vegna fólk yfirleitt var að bjástra við
að færa frá. Fyrr á tímum voru tún svo lítil, að fæstir gátu haft nema
eina kú. Sauðfé þarf aftur á móti ekki eins góða töðu, og með því að
mjólka ærnar var unnt að fullnægja þörf heimilisfólks fyrir mjólkur-
afurðir, auk þess að hægt var að selja smjör.
Á þessum tímum voru flest hrútlömb gelt og sala á fullorðnum
sauðum var helsti möguleiki manna til að eignast peninga. Bretar
keyptu mikið af sauðum á seinni hluta 19. aldar og margir heimilda-
manna okkar nefndu Coghill nokkurn í þessu sambandi. Coghill
keypti sauði og hesta í Húnavatnssýslum og borgaði ævinlega í gull-
peningum. Um viðskipti Coghills við Húnvetninga má lesa í bráð-
skemmtilegri grein i ritinu Viðskiplasamvinna Vestur-Húnvetninga, sem
var gefið út af Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga 1968. Einn heimilda-
manna okkar mundi jafnvel óljóst eftir að hafa séð þennan umtalaða
mann, sem reiddi gullið í koffortum, í réttum þegar hann var barn að
aldri.
Arið 1897 settu Englendingar bann á innflutning lifandi sauða og í
kjölfar þess fóru Islendingar að flytja út saltað kjöt. Fráfærnalömbin
voru oftast svo rýr, að þau voru sett á, og með því að dilkakjöt komst í
verð var grundvellinum kippt undan fráfærunum. Að vísu voru sauðir
seldir til Frakklands og Belgíu í nokkur ár eftir að Englendingar
bönnuðu innflutning, en sá markaður hafði tiltölulega litla þýðingu.
Tilkoma kaupfélaganna og sláturhúsanna sem þau ráku, á árunum
upp úr 1907, renndi enn traustari stoðum undir útflutning á dilka-
kjöti. Þessa gjörbreytingu á verslunarháttum nefndu langflestir sem