Húnavaka - 01.05.1985, Page 154
152
HUNAVAKA
féhirðir Páll Ólafsson bóndi og hreppstjóri Akri, og skrifari Böðvar
Þorláksson bóndi Hjaltabakka.
Samkvæmt fundargerð gengu 15 fundarmenn í þetta nýstofnaða
búnaðarfélag, þegar á þessum fyrsta fundi, auk þess 5 aðrir síðar sama
ár svo stofnendur urðu 20, eða nær allir bændur í sveitinni. Þessir
stofnendur eru allir nafngreindir í fundargjörð, og reyndar flest árin
fært inn félagatal, svo að fundargerðir búnaðarfélagsins eru haldgott
heimildarit um þróun búsetu og búskapar hér í hreppi þetta hundrað
ára timabil sem starfssaga þess nær yfir.
Við inngöngu í félagið greiddi hver félagsmaður tvær krónur sem
félagsgjald, sem virðist vera nokkuð hátt, því svo er að sjá að dagkaup
fullvinnandi manna á þessum árum hafi verið ein króna miðað við 12
tima vinnu. Þessum 40 krónum sem inn komu við stofnun félagsins var
þegar komið til ávöxtunar hjá Kristjáni Sigurðssyni bónda á Reykjum
upp á 6% vexti.
I fyrstu lögum félagsins, koma fram tilgangur og markmið með
þessari félagsstofnun, en þar segir m.a.:
1. grein: Félagið heitir Búnaðarfélag Torfalækjarhrepps.
2. grein: Það er tilgangur félagsins að efla allskonar búnaðarlegar,
verklegar og verslunarlegar framfarir í hreppnum t.d. jarðabætur í
öllum greinum, góða skepnumeðferð, vöruvöndun og búþrifnað.
5. grein: Þeir sem gerast félagsmenn greiði árlega í félagssjóð á
vorfundi tvær krónur og veitir féhirðir því móttöku. Auk þessa skulu
félagsmenn sem á jörðu búa vera skyldir til að vinna 12 dagsverk á jörð
sinni að jarðabótum ár hvert, en séu þeir einyrkjar varðar eigi félags-
rekstri þó ekki séu unnin nema 6 dagsverk.
8. grein: Á haustfundi skal félagsstjórnin leggja fram skriflegar
spurningar um ýmis búnaðarmálefni félagsins er nokkru varða, einnig
skal félagsmönnum heimilt að koma með slíkar spurningar. Spurn-
ingum þessum skulu félagsmenn svara með ritgjörðum eftir því sem
hver er fær um og skulu þær komnar til félagsstjórnarinnar fyrir
sumarmál ár hvert.
Á vorfundi skulu lesnar upp ritgjörðir þessar og skal þeirra í stuttu
máli getið í fundargjörðabók.
Félagið skal eiga sérstaka bók er ritgjörðir þessar séu ritaðar í.
Eins og sést við lestur þessara greina félagslaganna hafa viðfangsefni
verið mörkuð vítt, og stofnendur hafa ætlað sér með þessari félags-
stofnun, að efla í Torfalækjarhreppi framfarir í búskap og búskapar-