Húnavaka - 01.05.1985, Síða 159
HUNAVAKA
157
1. grein.
Það er ætlunarverk heyja- og fóðurskoðunarmanna að bera um-
hyggju fyrir hyggilegum ásetningi á hey og góðri skepnumeðferð
meðal búnaðarfélagsmanna í Torfalækjarhreppi.
2. grein.
Samkvæmt nýrri lagabreytingu með fundarsamþykkt 20. dag maí-
mánaðar 1892. skulu skoðunarmenn byrja haustskoðun þegar að
loknum hausthreppaskilum. Skoðunarmenn skulu nákvæmlega fylgja
þessu tímatakmarki svo eigi verði skaði að lóga skepnum, ef lóga þarf.
3. grein.
A þessari fyrri skoðunarferð sinni skulu skoðunarmenn nákvæmlega
kynna sér heyjabirgðir félagsmanna, heyverkun og heygæði, að því
leyti sem unnt er, skepnufjölda er á vetur skal setja hjá hverjum einum,
undirbúning fénaðarins undir veturinn, hvort er í góðum holdum eða
eigi, hvort útlit sé til óþrifa í sauðfé eða eigi, húsavist fénaðar, hvort
húsrúm sé nægjanlegt, gluggar nægilegir á húsum, dyraumbúningur í
góðu lagi, svo varnað geti súgvindum og innfoki, ásamt fleiru er til
eftirlits kynni að þurfa, en sem eigi virðist nauðsynlegt upp að telja.
4. grein.
Nú er sumu tilliti ábótavant með það er 3. grein um ræðir, og skulu
skoðunarmenn vanda þar um. Komist þeir að því að athuguðum
öllum kringumstæðum, að heybirgðir muni ónógar verða, til að mæta
hörðum vetri, skulu þeir ítarlega en með fullu fylgi ráðleggja hlutað-
eigandi fjáreigendum að lóga svo miklu af skepnum sínum í tæka tíð
að þeir hafi nægilegt fóður fyrir hinar í hörðum vetri og vori og geti
farið svo með þær, að von sé um góðan arð af þeim.
5. grein.
Engan þann félagsmann mega skoðunarmenn heybirgan telja, er
eigi getur gefið skepnum sínum þannig: Hrossum og geldum sauð-
fénaði á sumarmál, lembdum ám til miðs maímánaðar og kúpeningi
til sólstaða á sumri. Eigi má svo álíta að hér sé átt við innistöðugjöf
allan tímann handa öllum skepnum, heldur mun undirhæfis að ætla
hrossum og sauðum innistöðugjöf hálfan tímann, ám og lömbum
innistöðugjöf % tímans, en hálfa gjöf Vá. Kúpeningi skal ætla fulla gjöf
allan tímann.