Húnavaka - 01.05.1985, Page 161
HÚNAVAKA
159
að finnast að áminna menn ítarlega um að ráða bót á því með íburði.
Yfir höfuð eiga þeir að áminna um allt, sem betur má fara viðvíkjandi
skepnuhirðingunni, en slíkar áminningar skulu ávallt gjörðar með
hógværð og af bróðurhuga.
11. grein.
Skyldir eru allir félagsmenn til að sýna skoðunarmönnum mannúð
og gestrisni og að skýra þeim rétt og satt frá bæði skepnufjölda sínum
og heyföngum, einnig að fara sem mest eftir skynsamlegum ráðum
þeirra.
Búfjárrækt hefur að sjálfsögðu verið mjög á dagskrá hjá bændum í
Torfalækjarhreppi, bæði nú og á undanförnum áratugum. Fyrst og
fremst hefur það verið á sviði sauðfjár- og nautgriparæktar, reyndar
nú síðari ár vaxandi áhugi á sviði hrossaræktar líka.
Búfjárræktarfélög hafa ýmist verið starfrækt sem deildir innan
búnaðarfélagsins eða sem sjálfstæð félög, og hefur oft náðst undra
mikill árangur í þessu ræktunarstarfi, enda allmargir bændur i
hreppnum á undanförnum áratugum sem hafa verið framúrstefnu-
menn í ræktunarmálum, sinni sveit og sínu héraði til hagsbóta.
Á aðalfundi búnaðarfélagsins, á hundraðasta afmælisári þess, færði
Sigríður Höskuldsdóttir húsfreyja á Kagaðarhóli félaginu að gjöf
veglegan minjagrip til minningar um kúna Laufu 3 á Kagaðarhóli.
Laufa 3 var mikill kostagripur sem þegar á marga afkomendur, bæði
í mjólkurkúahjörð hreppsbúa og víðar í héraðinu. Minjagripur þessi
skal veitast þeirri kú í hreppnum sem fengið hefur hæstu einkunn,
vegna afurða og byggingar, skýrslufærðra kúa þau ár sem héraðssýn-
ing er haldin, og vera í vörslu eiganda hennar, milli sýninga.
Fyrstu viðtakendur þessa fallega minjagrips voru hjónin í Árholti,
Hrafnhildur Pálmadóttir og Ingimar Skaftason, vegna Dollýar 9
Árholti, en hún er dótturdóttir Laufu 3 frá Kagaðarhóli.
I fundargjörðum er að finna fjöldamörg fleiri viðfangsefni en hér
hafa verið nefnd. Má þar nefna umræður um fiskirækt, garðyrkju,
skólamál, heimilisiðnað, verslun með búfjárlyf og fleira.
Á tímamótum sem þessum er gjarnan horft yfir farinn veg og reynt
að gera sér grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa.
Þær hafa að sjálfsögðu orðið miklar, þjóðin hefur flust frá hand-
verksöld þar sem mannshöndin var aðalaflið að því sem gera átti, til