Húnavaka - 01.05.1985, Page 173
HÚNAVAKA
171
1361. Hann hafði haft umsjón með eignum biskupsstólsins meðan
biskupslaust var eftir dauða Orms.
Einar Hafliðason ritar um þessa atburði í Lögmannsannál21 og
kemur þar fram að norðlenskir prestar skiptust í tvær fylkingar í
afstöðuninni til Jóns biskups. Þorsteinn Hallsson lét alla presta í
austurhluta biskupsdæmisins „handleggja sér hlýðni“. Fóru þeir síðan
til Hóla og afsögðu hlýðni við Jón biskup en gerðu Þorstein að offi-
ciales. Þeir tóku undir sig allt góss Hólastaðar í þeim hlutanum sem
þeir höfðu vald yfir og Möðruvallastað. Þeir sem stóðu með Jóni voru
prestar í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum með Einar Hafliðason í
broddi fylkingar. Einar ber andstæðingum biskups heldur illa söguna
og segir að þótt þeir væru sviptir embættum hafi þeir sungið messur
eftir sem áður, brotið upp kistur í heilagri kirkju á Silfrastöðum og
tekið þaðan vín sem hafði verið gefið þangað frá Hólum. Þessar deilur
Jóns Eiríkssonar og presta á austanverðu Norðurlandi leystust ekki
fyrr en Jón fór utan og útvegaði sér betri pappíra hjá páfanum sjálfum
um að hann væri réttskipaður Hólabiskup. I þeim erindagjörðum fór
hann til Rómar 1370.
Ég hef nú rakið ævisögu Einars Hafliðasonar eins og heimildir leyfa.
Hún er harla bláþráðótt og verður ekki við því gert því fleiri tíðindi
eru ekki sögð af honum í fornum heimildum nema Flateyjarannáll
tæpir á málaferlum sem hann átti í á gamals aldri.22 Það ætti öllum að
vera ljóst að Einar hefur verið áhrifamaður á sinni tíð. Vafalaust hefur
enginn Húnvetningur haft jafnmarga þræði í höndum sér á 14. öld og
Einar þegar hann var officialis. Það verður að hafa í huga að á
síðmiðöldum var kirkjan ekki einungis áhrifamikil í andlegu lífi
manna heldur einnig mjög virkt þjóðfélagsafl á veraldar vísu, einkum
vegna þess að hún var stærsti jarðeigandinn á landinu. Forystumenn
hennar voru því einhverjir valdamestu einstaklingarnir í þjóðfélaginu
á þessum tíma.
1 Árni Björnsson: „Inngangur", lxv-lxvii; Guðbrandur Vigfússon: „Formáli", LXXXVII;
Magnús Már Lárusson: „Einar Hafliðason“, 529-530; Magnús Már Lárusson: „Laurentius
saga“, 354-355.
2 Magnús Már Lárusson: „Lögmannsannáll“, 135-136; Hermann Pálsson: Eftir þjóðveldið,
26-49; Storm, Gustav: „Forord“, XXI.
3 Lögmannsannáll, 264-281.
4 Laurentius saga biskups, 64, 71, 98, 101, 103, 136-137, 139-140.