Húnavaka - 01.05.1985, Page 176
174
HÚNAVAKA
frá landi við Blönduós og frá Þingeyrasandi. Um kvöldið var komin
stór vök út undir Laxárósi, en veðrið fór kólnandi með kveldinu.
Aðfaranótt 20. apríl hafði ísnum ekkert miðað út flóann, en betur
gekk þegar sól hækkaði á lofti og fór að hlýna. Þá kom stór vök í ísinn,
og stefndi hún rétt vestan við borgarísjakann. Isinn fór þá einnig að
gliðna sundur fram undan Hallánni.
Þann 21. apríl færist ísinn allur frá landi, en stórir jakar standa þó
eftir meðfram landinu.
Blíðuveður var á sumardaginn fyrsta 22. apríl. fsinn rak út flóann,
þó sést feikna ísbreiða fyrir utan Höfðakaupstað og þar hefur ísinn
þjappast saman. Útvarpsfréttir sögðu að firðir á Ströndum væru fullir
af ís. Skip komst til Akureyrar og Húsavíkur með olíu, en þangað
höfðu ekki komist nein skip í fjórar vikur. Þrír olíubílar komu sunnan
úr Hvalfirði með olíu til Höfðakaupstaðar, en þar var að verða olíu-
þurrð.
Þann 23. apríl var hægviðri, hlýnaði þegar á daginn leið og rigndi.
Það sást lítill ís nema jakahrafl, en er aðeins meira þann 24. og þá
kólnaði og tók að slydda.
Gott veður og sólfar var 25. apríl. Komin var samfelld ísspöng út og
suður um flóann, og víða stakir jakar meðfram henni, en 26. hefur
ísinn lónað heldur frá og færst nær Ströndum. f fréttum er sagt að
Skagafjörður sé að fyllast af ís. Varðskip fór með mat frá Höfðakaup-
stað vestur á Strandir, og átti að skipa matnum upp á Hólmavík, því
lítill ís var á Steingrímsfirði.
Mikið frost var aðfaranótt 27. apríl, dálítil þoka og stinningskaldi,
og lítið sást út á sjóinn. Daginn eftir var frost og þoka fyrripartinn, en
seinnipartinn sást betur út á sjóinn. ísinn hafði aukist mikið og rak inn
flóann. Borgarísinn er alltaf kyrr. í útvarpsfréttum er sagður mikill ís
hjá Hrauni á Skaga, og var Herðubreið að reyna að sigla fyrir Horn.
Var skipið með vörur á Norðurlandshafnir. Varðskip var sent á móti
Herðubreið henni til hjálpar.
Logn og bjart veður var 29. apríl, en frost og héluð jörð. Um nóttina
rak ísinn inn flóann og má segja að Húnaflói sé fullur af ís fyrir innan
Laxárós og Eyjarey, einnig jakar út um allan flóa, en kl. 10 setti
niðaþoku yfir flóann. Svipað veður var næsta dag.
Þann 1. maí var suðvestan gola, þoka allan daginn og sást rétt fram
fyrir landsteinana. Kuldi stóð af ísnum en þó er jörð aðeins byrjuð að