Húnavaka - 01.05.1985, Side 178
176
HÚNAVAKA
Norðaustan stormur var þann 7. maí. Mikill ís var inn hjá Blöndu-
ósi um morguninn, en byrjaði að reka út flóann stóra ísspöng og jaka.
Betra veður er þann 8., frostlaust og hlýrra. Dálítið íshrafl á sjónum.
Þann 9. maí var hlýtt veður, ísinn rak hratt út með landi og var ein
samfelld ísspöng eins langt og sást hér út. 1 útvarpsfréttum sagði að
ísinn væri inni á fjörðum á Austurlandi, og mikill snjór þar í fjöllum.
Þann 10. maí er hægviðri fyrripartinn, en norðaustan hvassviðri
seinnipartinn. Mikið íshrafl um flóann, og samfelld ísbreiða úti hjá
Höfðakaupstað. Eitt olíuskip komst þó til Blönduóss áður en ísinn
þéttist, en á Blönduós hefur ekki komið skip síðan í mars.
Niðaþoka liggur yfir Húnaflóa 12. og 13. maí, þó sést í stóra ísjaka
og mikill kuldi stendur af sjónum. Næturfrost. Heldur virðist minni ís
þann 14., en þó sjást margir smájakar. Mikil næturþoka.
Þann 15. maí er hlýrra, þoka yfir sjónum. Mikill ís sagður inni á
Hrútafirði, Miðfirði og vestur á Ströndum.
Lítil þoka var 16, maí. Borgarísjakinn sést eins og hvít kirkja út af
Vatnsnesi, einnig sjást hér jakar með fjörunni. Annars alauður sjór.
Dagana 17.-21. maí var hægviðri. Þoka öðru hvoru og fremur lítill ís
í sjónmáli. Þoka var síðan fram til 27. maí, en þó sást íshröngl inn við
Laxárós og Eyjarey, en þann 27. er bjart veður. Um morguninn var
ísinn kominn aftur. Samfelld ísspöng hér út með landinu og sagður
mikill ís inn við Blönduós. Borgarísjakinn sást vel og ber hann í
Vatnsnestá.
Þann 28. maí er mikill ís á flóanum og borgarísjakinn færist inn.
Isinn vex ört þann 29. og kemur inn með Ströndum og er Húnaflói
orðinn alþakinn ís þann 30., og 31. maí er ísinn mikill og þéttur. Ekki
sést í auða vök með landinu, en sjórinn sýnist vera auður langt út og
vestur undir Kaldbakshorni.
Fyrstu daga júnímánaðar verður lítil breyting á ísnum. Það gengur
á með rigningarskúrum og tún eru að verða græn. Aðeins byrjar ísinn
að greiðast í sundur hérna við landið þann 3. júní. Þó er ís um allan
flóann. Skip sem átti að koma með áburð til Höfðakaupstaðar var
affermt á Hvammstanga og áburðurinn fluttur á bilum að vestan.
ísinn greiðist í sundur þann 5. júní, en er ennþá mikill og mestur inn
við Blönduós. Borgarísjakinn er dálítið á hreyfingu.
Á hvítasunnudag þann 6. júní er gott veður, en ísinn þéttist meira
nær landinu. Þann 7. hafði ísinn þjappast mjög saman um nóttina og
flóinn var ein ísbreiða að sjá, ísinn hvítur en túnin orðin iðgræn.