Húnavaka - 01.05.1985, Blaðsíða 183
HUNAVAKA
181
ásamt áhugafólki utan félaganna, tæki höndum saman og sýndi leik-
rit. Einnig var unglingadeild innan Ungmennafélagsins og þar leið-
beindu Tómas, Bjarni og Karl Helgason okkur yngra fólkinu með alls
konar skemmtilegheitum, svo sem upplestur og smá leikrit. Það leikrit
sem mér er minnisstæðast af þeim er sýnd voru á þessum árum, er
leikritið Tengdamamma eftir Kristínu Sigfúsdóttur. Þar lék Ásta
Sighvatsdóttir aðalhlutverkið eftirminnilega. Þorgerður Sæmundsen
og Tómas léku ungu hjónin, Bjarni Einarsson, Ósk Skarphéðinsdóttir,
Vilborg Jónsdóttir og Karl Helgason vinnuhjú, Guðmann Hjálmars-
son prestinn og Ingibjörg Vilhjálmsdóttir Signýju aðkomukonuna.
Leikritið var mjög vel leikið og sýndi mikil átök milli yngri og eldri
kynslóðar.
Árið 1944 var leikritið Ráðskona Bakkabræðra sýnt. Leikendur
voru: Jakobína Pálmadóttir þá kennslukona við Kvennaskólann,
Bjarni Einarsson, Tómas R. Jónsson, Þórður Pálsson, Sverrir Kristó-
fersson, Kristín Tómasdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Margrét Jóns-
dóttir, Helgi Helgason og Konráð Diomedesson.
Þetta fólk kom svo saman 30. október 1944 og stofnaði Leikfélag
Blönduóss. Á þessum fundi var ákveðið að taka danska söngleikinn
Æfintýri á gönguför til sýningar eftir áramótin 1945.
Leikendur í „Æfintýrinu“ voru þessir: Tómas lék Skrifta-Hans,
Bjarni lék kammerráðið, Guðrún kammerráðsfrúna, Hjálmar Ey-
þórsson og Ottó Þorvaldsson stúdentana, Jón Jónsson frá Stóradal
Vermund, Margrét Jónsdóttir og Jakobína Pálmadóttir ungu stúlk-
urnar og Snorri Arnfinnsson assessorinn.
Þessi leikrit þóttu mjög skemmtileg og voru bæði leikin aftur seinna.
Árið 1948 var fyrsta Húnavakan haldin hér á Blönduósi og stóð hún í
þrjá daga. Þá var sýnt leikritið Maður og kona eftir Jón Thoroddsen.
Leikendur voru: Tómas, Bjarni, Margrét, Ósk Skarphéðinsdóttir,
Guðrún Einarsdóttir, Hjálmar Eyþórsson, Þorbjörg Andrésdóttir,
Einar Guðlaugsson, Harrý Einarsson, Aðalbjörn Sigfússon frá
Hvammi, Snorri Arnfinnsson og Þorsteinn Jónsson.
Leikritið vakti mikla hrifningu og þótti takast mjög vel.
Ásta Tómasdóttir var á einni sýningunni, þegar kona hnippir í hana
og segir um séra Sigvalda: „Kemur helvítis karlinn einu sinni enn, er
hann nokkuð skyldur þér góða?“
, Já,“ svarar Ásta, „hann er faðir minn.“
Þetta sýnir hvað fólk lifði sig inn í leikritin. Árið 1950 var Orrustan