Húnavaka - 01.05.1985, Side 185
HUNAVAKA
183
búningsherbergi. Lúgan á miðasöluherberginu var beint á móti úti-
dyrunum, og Stefán Þorkelsson, reyndi að fylla út í lúguna meðan á
miðasölu stóð, svo að ekki sæist þegar við höfðum fataskipti. Það var
mikill munur að fá tvö búningsherbergi niðri seinustu árin, sem leik-
sýningar voru haldnar í gamla Samkomuhúsinu.
Úr miðasöluijni lá þröngur stigi upp á loftið og festust búningar oft
í rimunum, er við klöngruðumst upp. Biðum við svo á bak við sviðið
þar til að okkar atriði kom. Við störfuðum við erfiðar aðstæður þarna,
og því var notalegt að finna samhug fólksins með okkur. Þá var
sjónvarp og video óþekkt, og fólk naut þess að sjá leiksýningar. Þegar
„Þrír skálkar“ voru leiknir árið 1955, en þá lék Skúli Pálsson í fyrsta
skipti, skeði óheppilegt atvik. Það hafði gleymst að slökkva á mið-
stöðinni áður en sýningin hófst og nú bullsauð á henni. Leiktjöldin
voru alveg aftur við vegg baksviðs. Þetta átti að vera þéttur skógur og
varð að nýta sviðið eins og hægt var.
Allir leikendur, sem vera áttu í Jónsmessu-atriðinu, voru ásamt
Þorsteini Jónssyni og píanóinu vinstra megin á sviðinu. Drunurnar í
miðstöðinni ætluðu alla að æra, og við bjuggumst þá og þegar við
sprengingu, en við máttum okkur ekki hræra því „Mallarinn“ og
„ístru-Mortein“ voru að tala saman inni á sviðinu, þegar upp úr öllu
sauð hægra megin og vatnið flóði inn á mitt svið. Þetta hefði getað
verið myllulækurinn ef vatnið hefði komið inn á réttum stað. Það var
ákaflega gaman að leika í „Skálkunum“, leikendur margir og mikill
söngur, sem var sjaldgæft þá.
Þegar Skugga-Sveinn var leikinn aftur 1954, lék Þorvaldur
Þorláksson titilhlutverkið. Þá léku líka: Þorgerður Sæmundsen, Einar
Pétursson, Tómas, Bjarni, Margrét, Hjálmar, Sigurgeir Magnússon,
Harrý Einarsson, Jóhann Daníelsson, Guðmundur Einarsson, Þor-
steinn Jónsson, Baldur Sigurðsson, Sigurður Þorsteinsson, Ásta
Tómasdóttir og Sigríður Zophoníasdóttir. Guðný Kristjánsdóttir söng
fyrir Möngu, og var inni í skáp, sem var á sviðinu. Já, það var upp á
ýmsu fundið þá.
Læt ég þá lokið þessari upptalningu, nefni aðeins fyrsta leikritið,
sem leikið var í nýja Félagsheimilinu árið 1964. Þá var leikritið Maður
og kona sýnt aftur. Tómas R. Jónsson stjórnaði leiksýningum allt til
ársins 1975. Þá var fenginn leikstjóri að sunnan. Einnig var fenginn
útlærður ljósameistari, og þótti í mikið ráðist. Ari Guðmundsson
stjórnaði ljósaútbúnaði í gamla húsinu, jafnframt því sem hann var