Húnavaka - 01.05.1985, Page 202
200
HÚNAVAKA
Ópið
Dag einn var veðrið svo gott og kyrrt, að ekki bærðist hár á höfði.
Guðný systir mín kallaði á mig og sagði mér að koma út í þetta góða
veður. Hún sagði mér, að það ætti að binda votaband utan úr mýr-
unum daginn eftir og að hún ætti að fá að fara með og ríða Grána.
Hún var ákaflega glöð yfir því að fá að takast þetta trúnaðarstarf á
hendur, og svo yfir því að fá reiðhestinn hans pabba.
Sunnan við engjarnar sem fylgja Kambakoti er stór spilda, sem
tilheyrir Ytri-Ey. En Ytri-Ey stendur neðan við núpinn, sem er vestan
við Kambakot. Síðustu viku hafði fólkið frá Ytri-Ey verið við heyskap
á sínum engjateig. Búið var að setja mestallt heyið upp í sæti, en síðan
átti að flytja það heim.
í dag var sunnudagur og enginn við heyskap. Við systur stóðum á
hlaðinu og vorum víst að ræða um landsins gagn og nauðsynjar. En þá
barst okkur til eyrna hræðilegt óp. Hafði ég aldrei heyrt neitt líkt þessu
áður, og enn hef ég aldrei annað eins óp heyrt og er þó orðin aldin að
árum. Mig vantar orð til að lýsa þessu, en það var sem blóðið storknaði
í æðum mér.
Ég þóttist alveg viss um, hver væri að hljóða. Ég heyrði ekki betur en
stúlka, sem þá átti heima á Ytri-Ey væri að hljóða svona voðalega. Eg
hljóp inn til mömmu og pabba og sagði þeim frá þessu, sem við systur
heyrðum báðar.
Fimm árum síðar lenti þessi sama stúlka í hræðilegum lífsháska.
Þykir mér líklegt, að við þær aðstæður hafi hún hljóðað, en annað er
það, hvort eða hvernig tengja á saman þetta tvennt.
Hljómleikar
„Komið þið út,“ kallaði mamma eitt sinn til okkar systra og ömmu.
„Komið þið og hlustið,“ sagði hún, „það er verið að spila á hljóðfæri
niður á Núp.“ Við flýttum okkur út til mömmu og við heyrðum, að
leikið var á fleiri en eitt hljóðfæri. Tónarnir voru mjúkir og mér virtust
þeir helst stíga og hníga í takt við blæinn, sem strauk mjúkt um vanga
okkar. Ekki man ég til þess að ég greindi neitt lag, sem verið var að
leika, en man aðeins hve tónarnir voru mjúkir og fagrir.