Húnavaka - 01.05.1985, Page 206
GUÐRÍÐUR B. HELGADÓTTIR, Austurhlíð:
Farskóli fyrir 50 árum
Kennari og kennsluhættir, minningabrot
Ég geymi enn í fórum mínum stílabók, síðan 1933, skrifaða í
kennslutímum í farskóla barnafræðslu þeirra tíma, hjá Sigurði E.
Guðmundssyni, kennara mínum og læriföður þá og þar.
Síðan hefir aldrei vafist fyrir mér að skilja hugtakið né orðið:
„lærifaðir“. — Hann var það.
Þar sem nú er liðin rúmlega hálf öld síðan ég lauk mínu stutta en
skemmtilega barnaskólanámi, datt mér í hug að ef til vill væri
ómaksins vert að rifja upp og geyma nokkrar skyndimyndir og minn-
ingar frá þeim árum. Aðstæður hafa breyzt svo gífurlega síðan og öll
tilhögun við kennslu, að nú veit yngra fólk varla hvað átt er við með
orðinu „farskóli“. En farskóli hét hann vegna þess að þá skiptu
sveitaheimili því á milli sín að „hafa kennarann“ og skólann, oftast
hálfan mánuð í einu. Krakkar af næstu bæjum gengu á milli, kvelds og
morgna, sem sparaði foreldrum auka fæðiskostnað, og heimilinu, sem
skólann hafði aukna fyrirhöfn.
Kennarinn var um kyrrt, fór þó oftast heim um helgar og gekk milli
staða eins og aðrir að þeirra tíma hætti. Það þótti sjálfsagt.
Kennslutíma vetrarins var skipt milli svæða, svo að ekki komu
margar vikur i hlut hvers nemanda. Þannig varð minn barnaskóli
aldrei nema 6 eða 8 vikur að öllu meðtöldu, því ég fór fljótt yfir sögu og
tók fullnaðarpróf ári fyrr en ætlað var, en þá var það miðað við 14 ára
aldur. Okkur var sett fyrir heima og lásum bækurnar eins og spenn-
andi sögubækur, a.m.k. gerði ég það og fór þá oft fram úr áætlun. Þess
vegna hef ég oft vorkennt skólabörnum nútímans hvernig allt er bútað
niður og sundurslitið fyrir þeim, svo námsleiðinn tröllríður jafnvel
beztu nemendum.
Við höfðum þann ágætasta kennara sem um getur, svo að námið