Húnavaka - 01.05.1985, Page 208
206
HUNAVAKA
veggurinn væri svo hár að ef það dytti títuprjónshaus þar af brúninni
og niður í fjöru, þá gæti hann rotað mann. „Heldurðu að hann hefði
getað rotað Egil Skallagrímsson. Þó að það hefði dottið hundrað
þúsund punda steinn oní hausinn á honum, þá hefði hann samt ekki
brotnað,“ sagði Rósi (Rósberg G. Snædal) þá. Svo var Egill ósigrandi
í hans augum.
Og í frímínútunum léku þeir kappana, strákarnir, með trésverð og
potthlemma að vopni, við stelpurnar fylgdumst með, síður en svo
saklausar af átökunum. Eins og heyra má af þessari:
„Gerða var við Gunnar sinn
gríðarlega afundin.
En brögnum þótti bót í máli
að Bergþóra skyldi hjálpa Njáli.“
Kennarinn okkar var líka með okkur úti í frímínútum, — af lífi og
sál. — Lék sér með okkur í stórfiskaleik, slagbolta og pottleik, eftir
veðri og aðstæðum. Það gerði séra Gunnar líka á vorprófum, þar sem
hann var prófdómari. „Ég má nú slá tvisvar, af því að ég er bæði
prestur og bóndi,“ sagði hann einu sinni. Auðvitað voru þeir foringj-
arnir í slagboltanum, kennarinn og prófdómarinn, eins og vera bar.
Og séra Gunnar var fljótur að hlaupa á þeim árum. Það var Sigurður
reyndar líka, og við reyndum að duga þeim sem bezt.
Ég hef oft hugsað um það síðan, eftir að allt varð miðað við kaup og
krónur, og námsleiðinn svokallaði tók að eyðileggja nemendur, hvað
ég og mín kynslóð vorum í raun og veru rík af varanlegum verðmæt-
um, mitt í allsleysi kreppu og fátæktar, ef miðað er við bankaseðla.
Hvað það gildismat, sem við ólumst upp og hrærðumst í, hefur orðið
okkur dýrmæt eign, sem enginn getur frá okkur tekið, né tímans tönn
unnið á. — Þar átti kennarinn drjúgan hlut að. — Hann var vinur
okkar, félagi og leiðbeinandi og þó kynni okkar væru ekki löng, þá er
það nú svo með vináttu og tilfinningar, þær verða ekki mældar í lengd
eða breidd, heldur dýpt og því hversu sannar þær eru.
Á mína virðingu og þakklæti hefir enginn fölskvi fallið hvorki fyrr
né síðar. Mér finnst sem ég hafi þekkt og skilið minn kennara og
læriföður mjög náið, og hann okkur krakkana, öll í sömu stofu, frá
10-14 ára að aldri. Engin bekkjarskipting og allir jafn réttháir, hver á
sínum stað eftir getu og aldri. Kennarinn öllum jafn hlýr, skilnings-