Húnavaka - 01.05.1985, Page 209
HUNAVAKA
207
ríkur og góður. Fullorðnu fólki fannst hann þurr á manninn og hlé-
drægur. Það hefir verið yfirhöfnin. — Með okkur krökkunum var
hann sjálfur. —
Söngtímarnir, þegar við sungum a, b, c, d, e, f, g, en hann með sinni
djúpu bassarödd „Barnakennarinn“:
„Það er auma argið þetta barnakennslubasl,
betra væri að moka flór og allt hið versta drasl.
Allan daginn stafa, stafa,
strika fyrir penna, skafa.
Aftur stafa og eilíft stafa
og svo tóma vanþökk hafa.
Af því stilling einatt þver.
Ó þá bið ég fyrir mér.“
Og hláturinn sauð í okkur öllum. En þegar kom að því „Dansa skal
prikið ykkur á, / allt svo, svo, svo, svo mun lagast þá,“ voru flestir
sprungnir, því alvarlegir taktarnir og glettnin í svip og augum voru svo
sterkar andstæður, að enginn fékk staðist. —
Mér er líka minnisstætt, þegar við fengum að skrifa upp eftir honum
alvöru kvæði. Á reyndar stílabók síðan 1933, með nokkrum fallegum
ljóðum, sem gaman væri að bjarga frá gleymsku. Þar á meðal er þetta
erindi:
„Lát mig ekki í veröld villast
vegum þínum Guð minn frá,
eða hjartað unga spillast,
allra mest því ríður á.
Lát mig vaxa að visku og stillast,
vexti í öllu góðu ná.
Lát mig þeirri löngun fyllast
að lifa þér sem bezt ég má.“
Og á sumardaginn fyrsta 1933, fengum við að skrifa upp eftir
honum í skriftartímanum þetta kvæði. Það heitir Sumarið:
1. Komið er sumar. Vorsins andi vakir.
Veturinn nú er svifinn oss að baki.
Vordísir fljúga fram með vængjablaki.
Fjallkonan brosir hress í andartaki.