Húnavaka - 01.05.1985, Síða 220
218
HUNAVAKA
þegar barið er á fjaðrabrotin. Svo ekkert með það. Við fórum með
þetta upp eftir, en þennan morgun er óþverraveður og færi og urðum
við því að ganga, en skiptum á milli okkar að halda á fjaðrabrotunum.
Gústi bílstjóri ætlaði að flytja okkur á milli, en mikið ansi bilaði
bíllinn oft og þá urðu allir að labba. Karlarnir hlógu mikið að hug-
mynd minni hvernig nota skyldi fjaðrabrotin, en það lét ég sem vind
um eyrun þjóta.
Bjarni var ekki með okkur þennan dag, og vorum við Olli því bara
tveir. Svo byrjuðum við að reka fleygana niður, höfðum góða sleggju,
og nú sýndi sig strax að sprakk á milli fleyganna. Þá tókum við
járnkarlana og fengum nú hæfileg stykki, sem við sjálfir réðum hve
stór væru. Mikið fjarskalega vorum við ánægðir, að hafa létt af okkur
miklu erfiði, því nú gekk þetta eins og í sögu.
Þá var eitt eftir, en það var að koma klakastykkjunum út fyrir
skurðinn það langt, að þau tefðu ekki fyrir öðrum ruðningi. Það mál
var leyst á þann hátt, að við fengum svokallað bryggjuspor. Bryggju-
spor var þannig, að tveir teinar voru festir á viðarbúta með vissri
fjarlægð hvor frá öðrum, en fjarlægð þeirra var sú, að smávögnum
með fjórum járnhjólum var rennt eftir þessum sporum. Nú lögðum við
sporin á óhreyfða mýrina. Við höfðum stykkin það stór, að tveir gætu
velt þeim upp á vagnana. Þá ýttum við vögnunum í næga fjarlægð og
veltum af þeim þunganum og þannig gekk þetta með gleði og ánægju
sem eftir var verksins. Á hverjum degi tókum við nokkurn veginn það,
sem upp yrði mokað næsta dag.
í skammdeginu var stundum erfitt að vinna vegna myrkurs og reynt
var að hafa lugtir, en ákaflega var lítið gagn að þeim, en eiginlega var
merkilegt hvað við gátum puðað í myrkrinu.
Þegar samningarnir voru gerðir, var tekið fram að ef stórir steinar
eða klöpp yrði á vegi okkar, væri það undanskilið ákvæðisvinnunni.
Nokkuð var af klöpp á kafla i skurðinum og var hún tekin næsta sumar
eftir, en við það var verkstjóri Ludvig Kemp.
Ég var að vísu eilítið frekar í vinnu við undirbúning rafveitunnar,
fór síðan í vinnu á Skagaströnd, en það er önnur saga.
Við þökkum Ágúst Andréssyni mjög vel fyrir að lofa okkur að heyra
um vinnubrögð fyrir svo mörgum árum og vitum að vinnufélagar
hans hafa dáð hann fyrir að finna upp aðferð til að minnka aðeins
erfiðið, sem allir urðu að þola.