Húnavaka - 01.05.1985, Page 223
HUNAVAKA
221
næstu árum gerði hvort tveggja, bætti úr vegasambandi og þurrkaði
land til túnræktar. Guðmundur hagnýtti sér í ríkum mæli þessi
breyttu skilyrði og hóf þegar ræktunarstörf og byggingar. Enda er nú í
Holti stórt tún og byggingar yfir mikil hey og mikinn búpening, og
stórt og reisulegt íbúðarhús. Auk þess hafa synir hans byggt bæði
íbúðarhús og útihús. Búskapur þeirra Holtshjóna var allur með
myndarbrag, þar sem ríkti fyrirhyggja og öryggi. Þau höfðu stórt bú
en samt alltaf nóg hey handa sínum skepnum og vel það, enda varð
fjárhagur þeirra fljótt traustur. Þau kostuðu börn sín öll til mennta,
eftir því sem hugur þeirra stóð til hvers og eins. Þau bjuggu sér fallegt
og hlýlegt heimili. Þar var notalegt að koma og ræða við húsráðendur.
Þar fann maður svo vel, að maður var alltaf velkominn.
Guðmundur sinnti margskonar félagsmálum, hann var ungur
virkur félagi í Ungmennafélagi Svínavatnshrepps og formaður þess
þegar samkomuhúsið var byggt. Það þykir ekki stórt eða veglegt nú í
dag, en það þurfti hug og dug til þess að koma slíkri byggingu upp
1936. Hann átti sæti í hreppsnefnd í 35 ár og á þeim tíma var hann
oddviti í 20 ár. Hann var formaður sóknarnefndar Auðkúlusóknar um
margra ára skeið og á þeim tíma var kirkjan færð og endurbyggð en
það var á árunum 1971-73 og kom í hans hlut að sjá um það verk. Til
að tryggja það að verkið yrði vel af hendi leyst réði hann til þess
Guðmund Tryggvason í Finnstungu, sem er alkunnur fyrir vandvirkni
sína. Fjölskyldan i Holti hefur löngum sýnt Auðkúlukirkju mikla
ræktarsemi og vinarhug, og bera margir munir í kirkjunni þess ljósan
vott, sem eru gjafir frá því heimili. Þá var Guðmundur í stjórn Sölu-
félags A-Hún. um árabil og reikningshaldari Húnavallaskóla frá 1974
til dauðadags. Auk þess gegndi hann mörgum fleiri trúnaðarstörfum
fyrir sveit sína í lengri eða skemmri tíma.
Öll þessi störf rækti hann af trúmennsku og reglusemi og naut af því
almenns trausts. — Má nú ekki einmitt sjá manngildi hvers og eins af
því, hvernig hann leysir þau störf af hendi, sem honum eru falin, hver
sem þau annars eru.
Árið 1973 bar mikinn skugga yfir heimilið í Holti, þá veiktist Sofía
af alvarlegum sjúkdómi sem leiddi hana til dauða á miðju ári 1974.
Það var mikið áfall. Börnin voru að vísu uppkomin að kalla, en hún
var elskuð og virt eiginkona og móðir á besta aldri þegar hún dó. Auk
þess var hún að sjálfsögðu húsmóðir á stóru sveitaheimili, andi húss-
ms.