Húnavaka - 01.05.1985, Page 226
224
HÚNAVAKA
þess fyrir því að ráða sig sem smala að Glerárskógum í Hvammssveit
og átti Guðbrandur þar heimili til 19 ára aldurs.
I Glerárskógum var gott heimili, fjölmennt og mikil umsvif. Guð-
brandur eignaðist þarna kindur og sótti nokkuð sjó sér til tekjuöflunar.
Þá dvaldi hann vorið sem hann var 16 ára hjá þeim ágæta manni,
Einari Helgasyni í Gróðrarstöðinni í Reykjavík. Var dvölin þar geð-
felldari en sjómennskan, enda nær eðli hans.
Haustið 1913 er Guðbrandur var 18 ára hóf hann námsferil sinn
með þriggja mánaða dvöl í unglingaskólanum í Hjarðarholti í Dölum.
Næsta vetur las hann utan skóla, en naut leiðsagnar frá Hjarðarholti.
Síðan lá leiðin til Reykjavíkur og stúdent varð Guðbrandur frá
Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1916. Má af þessu marka náms-
hæfni hans. Sigldi hann um haustið til náms við háskólann i Kaup-
mannahöfn og dvaldi þar næstu þrjú árin. En honum féll ekki við
námið sem skyldi og þótti þurrt og ófrjótt að nema um danskan
þjóðarhag. Árið 1917 hlaut Guðbrandur aukastarf á íslensku
stjórnarskrifstofunni í Kaupmannahöfn. Hann tók að kynna sér lög-
fræði í stað hagfræðinnar og gekk svo til ársins 1919 er hann hélt aftur
heim til Islands. Hóf hann þá strax nám í lögfræði við Háskóla íslands
og lauk því námi með prófi í greininni vorið 1923.
Vitað er að Guðbrandur naut námsstyrkja á háskólaárum sínum,
fékk til dæmis svokallaðan „Garðsstyrk“, en hann vann alltaf með
náminu. Kindaeign sinni kom Guðbrandur í peninga og nokkra arf-
leifð hafði hann hlotið í jörðinni Lækjarskógi i Laxárdal, ásamt með
þremur systrum sínum. Það varð honum styrkur og fyrirgreiðsla með
tilstuðlan fjárhaldsmanns hans, er veitti honum námslán. Mun Guð-
brandur ekki hafa þurft að endurgreiða lán þetta, en endurgalt síðar í
formi minningargjafar um þennan velgerðamann sinn, Magnús
Magnússon á Gunnarsstöðum og konu hans Ingiríði.
Lífið hafði kallað á Guðbrand til fleira en ljúka náminu, sem þó
sýndist ærið miðað við heimanbúnað. Árið 1920 þann 26. ágúst
kvæntist Guðbrandur eyfirskri bóndadóttur, Árnínu Hólmfríði, dótt-
ur Jóns bónda Jónssonar á Möðrufelli. Kom bóndinn þá upp í Guð-
brandi og strax hófu þau ungu hjónin búskap þar norður frá og keyptu
jörðina að ári liðnu. Sá Árnína um jörð og bú meðan bóndi hennar
lauk lögfræðináminu.
Guðbrandur ísberg var þrítugur er hann stóð albúinn til þess að
takast á við lifsstarfið. Þá nýútskrifaður lögfræðingur, bóndi á góðri