Húnavaka - 01.05.1985, Page 227
HUNAVAKA
225
jörö í veðursælu héraði, með konu við hlið sér og börn komin í bæinn.
Allt til ársins 1931 starfaði Guðbrandur að lögfræðistörfum á
Akureyri samhliða búskapnum á Möðrufelli og fór ríðandi á milli. Má
vera að í því liggi skýring á því hversu Húnvetningum þótti jafnan
Guðbrandur ríða hart. Verkefnin kölluðu að á tveim stöðum á þessum
árum. En svo fór að Guðbrandur þreyttist á þessari aðstöðu. Hann
seldi jörð sína í hendur mági sínum árið 1931 og flutti með fjölskyldu
sína i nágrenni Akureyrar á nýbýlið Litla-Hvamm, þar sem hann rak
nokkurn búskap. Framtíðin blasti við og verkefnin urðu viðtækari.
Árið 1931 kusu sjálfstæðismenn á Akureyri Guðbrand alþingis-
mann sinn og endurkusu hann með afgerandi fylgi allt til ársins 1937
að hann gaf ekki kost á sér. Enda aðrar aðstæður orðnar um hagi hans,
sem hann taldi að ekki samrýmdust þingmennsku fyrir Akureyringa.
Guðbrandi var veitt sýslumannsembættið í Húnavatnssýslu árið
1932 og var hann sýslumaður Húnvetninga til ársins 1960, er hann lét
af störfum fyrir aldurs sakir og Jón sonur hans tók við.
Guðbrandur ísberg var orðinn Húnvetningur og reynslan sýndi að
vel fór á með honum og þeim. Dugnaður, harðfylgi og samviskusemi
sýslumannsins féll Húnvetningum vel í geð. Og honum féll hrein-
skiptni sýslubúa og það að kunna að deila um málefni án óvináttu,
þótt skoðanir féllu ekki saman. Kom þetta ef til vill betur í ljós, þar
sem Guðbrandur var fljóthuga og skapríkur og fór ekki dult með
pólitískar skoðanir sínar. Veitti hann þeim nokkra brjóstvörn, þótt
ekki hefði þar um fararheill, sem hann hafði haft hjá Akureyringum.
Guðbrandur tjáði ekki mörgum mönnum hug sinn allan, en háttvísi
í umgengni var honum eðlisborin og einlæg, en bar nokkurn keim af
þeim tíðaranda, sem hann var alinn upp við og síðari tíma fólk þekkir
ekki en gjarnan dæmir.
Er Guðbrandur Isberg kom í Húnavatnsþing var kreppa mikil í
efnahagslífi Islendinga. Síðan herjuðu skæðir sauðfjársjúkdómar á
bústofn bænda, styrjaldarástand kom upp í álfunni, en upp úr því
mikið framfaratímabil og breyttar siðvenjur og viðhorf til efnahags-
mála. Guðbrandur tók þátt i forustuhlutverki þessa tímabils meðal
annars með formennsku um byggingu Héraðshælis Húnvetninga við
hlið hins mikilhæfa héraðslæknis Páls V. G. Kolka.
Sjálfsagt hefur almenningur talið sýslumannsembætti forréttinda-
stöðu og eftirsóknarvert, sem það og var að mannaforráðum og völd-
um, en eftir þeim þáttum má fullyrða að Guðbrandur sóttist aldrei.
15