Húnavaka - 01.05.1985, Side 234
232
HUNAVAKA
sauðfjárræktarráðunautur Búnaðarfélags íslands frá árinu 1937 til
1962 eða í 25 ár. Mér var það fljótlega ljóst, að þar var enginn
meðalmaður á ferð. Hann var fæddur fjármaður, harðglöggur svo að
ótrúlegt mátti teljast, sá og skildi á augabragði eiginleika hvers ein-
staklings, sem leiddur var fram fyrir hann, og var ómyrkur i máli að
kveða upp hnífskarpa dóma á stundinni og kveða þar fast að orði um
kosti og lesti, hver sem í hlut átti. Lognmolla þekktist aldrei í návist
Halldórs Pálssonar og skal játað, að mér þótti hann stundum full
óvæginn í dómum, en síðar varð mér ljóst, að Halldór hafði sem
fyrirmynd að framtíðar kindinni íslensku, bestu kjöteiginleika bresku
sauðfjárstofnanna eins og t.d. hjá sauth-down- og cheviotstofnunum
og því var hér mikið verk að vinna.
Jafnframt sauðfjárráðunautsstarfinu gegndi Halldór einnig ýmsum
mjög tímafrekum og vandasömum störfum. Þannig var hann sam-
tímis sérfræðingur í búfjárrækt við Atvinnudeild Háskólans, öll þessi
ár, sem hann var sauðfjárræktarráðunautur og ennfremur forstöðu-
maður Búnaðardeildarinnar mest allan þann tima. Árið 1945 fékk
Halldór þvi komið í kring, að sett var á stofn Fjárræktarbúið á Hesti í
Borgarfirði og starfrækt af Atvinnudeild Háskólans og síðar af Rala.
Þessi stofnun var undir yfirstjórn Halldórs í yfir 30 ár og eftir að hann
lét af störfum sem búnaðarmálastjóri 1980 vann hann ósleitilega að
rannsóknarstörfum við þá stofnun til hinstu stundar.
Það er skemmtilegt að hugsa til þess að Halldóri og samstarfs-
mönnum hans tókst í ræktunarstarfinu að fá fram einstaklinga, sem
nálguðust mjög að kjötgæðum þá fyrirmynd, sem stefnt var að í
upphafi starfsins um 1940. Fyrir þremur árum var svo komið á, mest
fyrir áeggjan Halldórs, samstarfi milli allra sauðfjársæðingastöðvanna
og Hestbúsins á þann veg, að stöðvarnar tækju við árlega afkvæma-
dæmdum hrútum frá Hesti og notuðu þá til skiptis á sæðingastöðv-
unum. Með þessu móti njóta allir landsmenn fjárræktarstarfsins á
Hesti og nú þegar er komið í ljós, að mjög mikill árangur ætlar að
verða af þessu starfi.
Til þess að fá ræktunarstarf sauðfjárins á sem breiðastan grundvöll
vann Halldór að því að koma á sauðfjárræktarfélögum um allt land,
með það að markmiði að rækta upp samtimis í stofninum betra kjöt og
ull um leið og afurðasemi, hreysti og dugnaður yrði ekki látinn verða
útundan í ræktunarstarfinu.
Margar minningar leita á hugann frá þeim tímum, þegar við Hall-