Húnavaka - 01.05.1985, Page 235
HUNAVAKA
233
dór vorum að stofna fjárræktarfélög hér á mínu starfssvæði, oft fót-
gangandi í misjöfnu veðri og stundum var ekki komið í náttstað til
gistingar fyrr en þrjú að nóttu. Þessi kraftur og áhugi kveikti áhugabál
meðal bænda fyrir fjárræktarstarfinu og það varð almennt og svo
árangursríkt að allir sjáandi fá það nú séð.
Á fyrstu árum Framhaldsdeildarinnar á Hvanneyri kenndi Halldór
við deildina sauðfjárrækt og lífeðlisfræði. Ég held að hann hafi kennt 5
fyrstu árgöngunum sem útskrifuðust þaðan. Það féll í minn hlut að
vera prófdómari á Hvanneyri í sauðfjárrækt þessi ár, og þori ég að
fullyrða, að þessir piltar voru óvenju vel undirbúnir að gegna störfum
í sauðfjárrækt, enda hafa margir þeirra orðið snjallir sauðfjárdómarar
og velstarfandi ráðunautar. Til viðbótar kom það líka til, að Halldór
fékk marga unga búfræðinga og búfræðikandidata til starfa með sér í
fjárragi og kjötrannsóknum á Hesti, og þar fengu margir menn
mikilsverða kennslu og áhugavakningu.
Það er erfitt að hugsa til þess, að slíkar heimsóknir að Hesti verða
ekki framkvæmdar með sama hætti framar, þó að ég treysti því, að sú
mikilvæga starfsemi megi halda þar áfram og blómgast.
Halldór kom því í kring, að ísland gengi í Búfjárræktarsamband
Evrópu. Ég hygg, að ég hafi ásamt nokkrum starfsbræðrum farið 6 eða
7 sinnum á ársþing þessara samtaka og oftast farið í einhverja
fræðsluför að þinginu loknu. Halldór Pálsson mætti þarna jafnan og
var þar hrókur alls fagnaðar og í miklu áliti vegna vísindastarfa sinna,
bæði fyrr og síðar, því að hann var alltaf duglegur að skrifa og flytja
fyrirlestra við erlenda háskóla og kynna sínar skoðanir og störf.
Á þessum árum kynntist ég því, að meðal erlendra vísindamanna á
sviði sauðfjárræktar er vel fylgst með islenskum rannsóknum og skap-
ast hafa tengsl vináttu og þekkingarmiðlunar á þessu sviði og átti
Halldór drýgstan þátt í að koma þeim á.
Árið 1962 tók Halldór Pálsson við starfi búnaðarmálastjóra. Hér
opnaðist nýtt svið fyrir fjölþætta hæfileika hans, og tel ég að Búnað-
arfélag Islands hafi aukið mjög mikið starfsemi sína og vaxið í áliti þau
18 ár sem Halldór var búnaðarmálastjóri, en hann sagði starfinu lausu
vegna heilsubrests árið 1980. Eg og margir samstarfsmenn hans sáum
eftir honum úr þessu embætti, og hvöttum hann til að gegna því
lengur, en honum varð ekki þokað. Halldór gat aldrei hlíft sér í nokkru
starfi en það óttaðist hann, að hann þyrfti að gera, ef hann héldi áfram
að starfa sem búnaðarmálastjóri. Hann vissi, að margt var enn ógert í