Húnavaka - 01.05.1985, Page 236
234
HÚNAVAKA
sambandi við tilraunastörfin á Hesti i Borgarfirði, sem hann hafði
ætlað sér að ljúka og svo stóð alltaf til að sinna ritstörfum meira en
tími hafði gefist til, og að þessu hefur hann unnið þessi tæplega fjögur
ár, sem liðin eru síðan, og var hann enn mikilvirkur við þau störf eins
og jafnan áður. Hann var einnig ennþá í stjórnum nokkurra félaga og
tók þátt í ýmsum mikilvægum nefnda- og stjórnarstörfum.
Sumum þótti Halldór Pálsson hrjúfur í viðmóti og harður í horn að
taka. Það var hann þó alls ekki að öðru leyti en því, að hann barðist
ætíð hart fyrir því, sem hann vissi réttast og í ræðu og riti fékk hið
fjölþætta ímyndunarafl hans honum í hendur hárbeitt vopn, sem
hann beitti ásamt meðfæddum húmor og bersögli, þannig að í svip gat
sviðið undan.
Hitt var miklu ríkari þáttur í fari hans, hjálpsemi við þá, sem áttu í
erfiðleikum eða stóðu höllum fæti. Og ekki hef ég þekkt barnbetri
mann en hann, og vil ég í því sambandi minnast þess hve góður hann
var mínum börnum, og veit ég að fleiri en þau hugsa nú til hans
þakklátum huga.
Halldór Pálsson var mikill gæfumaður og fann það, og hafði orð á
því, þó að hann yndi því að vísu illa að heilsubrestur ylli því að hann
varð að fara varlega á ýmsan hátt síðustu 20 ár ævinnar. En hann var
sá gæfumaður að eignast þá konu sem hann unni allt frá skólaárum,
Sigríði Klemensdóttur frá Húsavík, og voru þau einstaklega samhent
bæði á heimili sínu, þegar gesti bar að garði og einnig á ferðalögum,
jafnt innanlands sem utan. Sigríður var alltaf með Halldóri eftir að
heilsan bilaði og gætti hans og hjálpaði honum á allan hátt.
Við hjónin vorum oft með þeim á ferðalögum bæði hér heima og
erlendis og eigum margar ógleymanlegar minningar frá þeim ferða-
lögum. Okkur verður nú þessa dagana hugsað til Sigriðar í hennar
miklu sorg, því að hún hefur svo mikið misst, að engin huggunarorð
finnast. Ekkert nema það, að Halldór var sá gæfumaður, þrátt fyrir
heilsubrest, að ljúka þvílíku ævistarfi, að likja má við mörg Grettistök
og við brottfall hans fylgja honum hvarvetna af landsbyggðinni, alls
staðar að af landinu, innilegar þakkir og samúðarkveðjur til allra
aðstandenda hans.
Ég kom einu sinni með Halldóri að Guðlaugsstöðum og gisti þar.
Faðir hans var þá enn við góða heilsu og þeir töluðust lengi við, því að
Halldór var skilningsgóður á öll vandamál manna og skepna, bæði
heima á Guðlaugsstöðum og í sveitinni. Eg fann þá að þar átti hann
j